Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 30

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 30
Fróðleikskorn um helstu r matjurtir okkar Islendinga Rauðkál hefir mjög góð áhrif á kirtla- starfsemi líkamans. Fjörefni A, B og E. Gulrófur eru bæði ljúffengar og hollar. Þær eru harðgerar og geta staðið langt fram á haust. Vaxa mest er fer að skyggja. Kálið er veigamikill C-fjör- efnisgjafi, sem vissuelga er of lítið notaður, bæði til mann- og skepnueldis. Gera þyrfti tilraunir með geymslu á því og öðru káli. Væri ekki hægt að geyma það vel fergt í kassa eða tunnu? í sýru má sjálfsagt geyma það, sé rétt að farið. Kartöflur. Kartaflan er upprunnin í Suð- ur-Ameríku. Og enn í dag vex hún villt í hálendi Ecuador og Peru. Til Evrópu fluttist hún með Spánverjum á 16. öld, jafn- vel ekki öllu síðar en 1535 að talið er. Hér á landi munu kartöflur fyrst hafa verið ræktaðar að Bessastöðum 1758 hjá Hastfer baróni, en séra Björn Halldórs- son í Sauðlauksdal hélt þeirri ræktun áfram og mun af flestum vera talinn frumkvöðull kart- öfluræktunar hér. Var hann mikill áhugamaður um garðrækt og frægar eru framkvæmdir hans í Sauðlauksdal á því sviði. En hann hófst þegar handa um þær, er hann fluttist þangað 1752. Allir vita, að kartöflur eru í senn einhver ágætasta og ódýr- asta fæða, sem völ er á. Tilraunir hafa verið gerðar með kartöflufæði. Sanna þær, að kartaflan tekur flestu fram um hollustu- og næringargildi. Rúmsins vegna verður hér aðeins skýrt frá einni slíkri tilraun, sem Irving Fischer, prófessor við Yale háskólann í Bandaríkjun- um fékk að gera á 100 föngum, sem þjáðust af ýmsum sjúkdóm- um, eins og gengur og gerist. í 6 mánuði voru þeir eingöngu nærðir á soðnum kartöflum og fersku vatni. Tilraunatímann unnu þeir að gatnagerð og oft í miklum kulda og vætu, en enginn þeirra kvefaðist, hinum sjúku hafði batnað, og allir voru vel á sig komnir við lok tilraun- arinnar. Ágæti kartöflunnar og kart- öflusoðsins gegn gigt þekkja margir. Og hráar kartöflur eru taldar mikilvæg vörn gegn tann- skemmdum. Mörgum finnst hra kartafla bragðslæm. En sneiði maður kartöflu ofan á brauð með öðru áleggi, líður ekki á löngu, þar til maður getur með bestu lyst nagað þær eins og epli. Venja ætti hvert barn á hráar kartöflur. Og við, sem slitið höf- um barnsskónum, ættum einnig að neyta, þótt ekki væri nema einnar hrárrar kartöflu daglega. Kartaflna ber að neyta með hýðinu, sé það ekki sýkt. í hýð- inu og undir því eru mikilvæg næringarefni. Soð af kartöflum og grænmeti ber alltaf að nota. Margir hafa á síðustu árum horfið að gufusuðu og þurrsuðu, þar eð þannig soð- in heldur fæðan betur bragð- gæðum og næringarefnum. Hreðkur (radísur) eru ættaðar austan úr Asíu. Og það er ekki fyrr en á 16. öld ða getið er um hreðkuræktun. Hreðkan er auðug af jarðefn- um. Talið er að hún virki sér- staklega á gall og lifur og vinni gegn steinmyndunum. Hreðkur er mjög auðvelt að rækta. Hreðkublöðin, sem margir henda, hafa 5 sinnum meira c- fjörefnismagn en sjálf hreðkan eða rótin. Spínat er upprunnið austur í Asíu. Spín- at er auðugt að fjörefnum og jarðefnum, sérstaklega járni. Spínat er bæði blóðhreinsandi og blóðaukandi, hefir örvandi áhrif á efnaskipti likamans og talið mikilvægt börnum til vaxtar og þroska. Tómatar. Meðal ýmsra þjóðflokka í Suð-Austurlöndum eru tómatar aðalfæða, borðaðir hráir með lauk, enda eru þeir góðir þannig. Tómatinn er talinn næring sér- staklega góð blóði og taugum. Sumir telja hann góðan við nýrnasteinum. 28 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.