Fréttablaðið - 09.12.2021, Side 2

Fréttablaðið - 09.12.2021, Side 2
benediktboas@frettabladid.is COVID-19 Innanlandssmit af völd- um Omíkron-afbrigðisins tengjast enn sem komið er einungis smiti frá Nígeríu. Í gær höfðu alls 20 manns greinst hér á landi með Omíkron- af brigði kórónaveirunnar. Þessi smit tengjast ferðum frá útlöndum, Nígeríu, Danmörku, Írlandi og Þýskalandi. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir að af þessum 20 séu 18 fullbólusettir með tveimur skömmtum og tveir höfðu fengið örvunarskammt. Enginn er alvar- lega veikur enn sem komið er. Alls greindust 120 einstaklingar með Covid-19 innanlands í fyrradag. Rúmlega helmingur þeirra var utan sóttkvíar. Áfram voru fimm á gjör- gæslu. n Það hefur gengið illa að manna leikskólana, en gengið vel að manna hlýju skrif- stofustólana í yfirbygg- ingunni. Hildur Björnsdóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins Ég veit ekkert hver ber tjónið, eða hversu miklar skemmdirnar eru. Ásthildur Edda Ágústsdóttir, íbúi á Stokkseyri Angela Merkel stígur af sviðinu eftir sextán ár í embætti Þýskalandskanslara Vatn fraus í lögnum á nokkr- um heimilum í Árborg eftir að vatn var tekið af svæðinu. Ein- stæð móðir á Stokkseyri ótt- ast alvarlegar skemmdir. Hún heldur hita á páfagaukunum sínum með hitablásara. ninarichter@frettabladid.is SUÐURLAND Vatn fraus í lögnum á nokkrum heimilum í Árborg, eftir að vatn var tekið af öllu svæðinu á mánudagsmorgun. Kuldi er í húsum og börn voru send heim úr skólum á mánudeginum vegna kulda í skóla- húsnæði. Einstæð móðir á Stokkseyri sem greiddi tæpa hálfa milljón vegna lagnatjóns fyrir tveimur árum, ótt- ast að alvarlegar skemmdir komi í ljós á næstu dögum. Ásthildur Edda Ágústsdóttir býr með tveimur dætrum sínum á Stokkseyri. Hún segir allar lagnir hafa frosið á heimili hennar á mánu- dag, en starfsfólk frá Selfossveitum tengdi fram hjá lögnunum seinna um kvöldið, til þess að ná hita í ofnana. „Svo þarf ég að fá einhvern til að tengja þetta aftur,“ segir hún. „Ég veit ekkert hver ber tjónið, eða hversu miklar skemmdirnar eru. Ég átti ekki von á þessu,“ segir Ásthild- ur Edda og bætir við að á tímabili hafi 17 gráðu kuldi verið í húsinu. Ásthildur Edda segist vita til þess að f leiri nágrannar hennar séu í sömu sporum og í biðstöðu eftir því að frostinu sleppi til þess að hægt sé að meta tjón. „Það eru rosalega margir ósáttir hérna, það er alltaf verið að fikta í lögninni,“ segir hún. Fyrir tveimur árum lenti Ást- hildur Edda í lagnatjóni upp á hálfa milljón, en endaði með að sitja uppi með kostnað upp á 450 þúsund krónur. „Ég hef verið skíthrædd um að ef eitthvað kemur upp á þá endurtaki það sig.“ Á heimilinu eru gæludýr sem þola kuldann illa. „Ég er með tvo Ama- zon-fugla og ég hef haldið á þeim hita með rafmagnshitablásara. Ég veit ekki hver rafmagnskostnaður- inn verður eftir þetta,“ segir hún. Ásthildur segist vera í biðstöðu eftir betra veðri, en ekkert hafi heyrst frá Árborg varðandi úrræði eða lausnir. Sigurður Þór Haraldsson, veitu- stjóri hjá Árborg, segir að skortur á upplýsingagjöf af hálfu Selfos- sveitna í þessu tilfelli mætti rekja til bilunar í SMS-kerfi sem alla jafna er notast við. „Við höfum sent út sms á alla íbúa sem verða fyrir röskun, en því miður kom upp bilun í SMS- kerfinu í gær þegar við ætluðum að senda það út, þannig að við urðum að láta duga að auglýsa þetta.“ Hann segir málið vera afleiðingu af þekktri bilun í stofnlögn. Drífa Pálín Geirsdóttir, íbúi á Eyrarbakka, segir ástandið í hita- veitumálum á svæðinu óboðlegt. „Krakkarnir eru sendir heim af því að það er of kalt og við vorum ekki látin vita af þessu til að geta slökkt á neinu hjá okkur,“ segir hún. „Mér skildist á píparanum að leiðslurnar hingað niður eftir væru eins og gata- sigti.“ n Einstæð móðir í Árborg óttast alvarlegar skemmdir Ásthildur Edda með Amazon-fuglana tvo, sem þola kuldann á heimilinu illa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNAR arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisf lokks- ins, býður sig fram í oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar næsta vor. Búist er við því að Sjálfstæðisflokkurinn haldi próf- kjör í febrúar. „Ég trúi því að með réttum áherslum og sigurstranglegum og samheldnum lista getum við komið Sjálfstæðisf lokknum í meirihluta næsta vor,“ segir hún. „Það eru mörg verkefni sem bíða hjá Reykjavíkurborg. Fjárhagurinn stendur afar illa, samgönguvandinn fer vaxandi og biðlistar á leikskóla eru ekki að styttast.“ Hildur segir að búast megi við nokkrum áherslubreytingum taki hún við. „Sjálfstæðisflokkurinn færi meira í átt að framtíðinni, ég legg áherslu á að við horfum til þróunar í borgum allt í kringum okkur, auð- vitað þarf Reykjavík að taka þátt í þeirri þróun ef hún ætlar að stan- dast samkeppni við erlendar borgir um ungt hæfileikafólkið okkar,“ segir hún. Þá vill hún draga saman seglin í stjórnkerfinu. „Á fjórum árumhefur starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 20 prósent á meðan íbúum hefur fjölgað um átta prósent. Þetta er ósjálfbær þróun og þessu þarf að vinda ofan af. Við þurfum að ein- beita okkur að þjónustu við fólkið. Það hefur gengið illa að manna leik- skólana, en gengið vel að manna hlýju skrifstofustólana í yfirbygg- ingunni.“ n Hildur býður sig fram gegn Eyþóri Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Sextán ára valdatíð Angelu Merkel sem Þýskalandskanslara lauk í gær og tók Olaf Scholz við embættinu við hátíðlega athöfn. Merkel var fyrsta konan til að gegna embættinu og er þriðji þaulsetnasti kanslari í sögu landsins á eftir Helmut Kohl og Otto von Bismarck. Hún varð á 31 árs ferli sínum í stjórnmálum helsti leiðtogi Evrópu og fór fyrir fjölmennasta landi Evrópusambandsins og umfangsmesta efnahag þess. Merkel átti miklum vinsældum að fagna bæði innan lands og utan og þótti takast á við áskoranir og erfiðleika af mikilli yfirvegun á löngum ferli. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Enginn alvarlega veikur af Covid 2 Fréttir 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.