Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 09.12.2021, Qupperneq 2
benediktboas@frettabladid.is COVID-19 Innanlandssmit af völd- um Omíkron-afbrigðisins tengjast enn sem komið er einungis smiti frá Nígeríu. Í gær höfðu alls 20 manns greinst hér á landi með Omíkron- af brigði kórónaveirunnar. Þessi smit tengjast ferðum frá útlöndum, Nígeríu, Danmörku, Írlandi og Þýskalandi. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir að af þessum 20 séu 18 fullbólusettir með tveimur skömmtum og tveir höfðu fengið örvunarskammt. Enginn er alvar- lega veikur enn sem komið er. Alls greindust 120 einstaklingar með Covid-19 innanlands í fyrradag. Rúmlega helmingur þeirra var utan sóttkvíar. Áfram voru fimm á gjör- gæslu. n Það hefur gengið illa að manna leikskólana, en gengið vel að manna hlýju skrif- stofustólana í yfirbygg- ingunni. Hildur Björnsdóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins Ég veit ekkert hver ber tjónið, eða hversu miklar skemmdirnar eru. Ásthildur Edda Ágústsdóttir, íbúi á Stokkseyri Angela Merkel stígur af sviðinu eftir sextán ár í embætti Þýskalandskanslara Vatn fraus í lögnum á nokkr- um heimilum í Árborg eftir að vatn var tekið af svæðinu. Ein- stæð móðir á Stokkseyri ótt- ast alvarlegar skemmdir. Hún heldur hita á páfagaukunum sínum með hitablásara. ninarichter@frettabladid.is SUÐURLAND Vatn fraus í lögnum á nokkrum heimilum í Árborg, eftir að vatn var tekið af öllu svæðinu á mánudagsmorgun. Kuldi er í húsum og börn voru send heim úr skólum á mánudeginum vegna kulda í skóla- húsnæði. Einstæð móðir á Stokkseyri sem greiddi tæpa hálfa milljón vegna lagnatjóns fyrir tveimur árum, ótt- ast að alvarlegar skemmdir komi í ljós á næstu dögum. Ásthildur Edda Ágústsdóttir býr með tveimur dætrum sínum á Stokkseyri. Hún segir allar lagnir hafa frosið á heimili hennar á mánu- dag, en starfsfólk frá Selfossveitum tengdi fram hjá lögnunum seinna um kvöldið, til þess að ná hita í ofnana. „Svo þarf ég að fá einhvern til að tengja þetta aftur,“ segir hún. „Ég veit ekkert hver ber tjónið, eða hversu miklar skemmdirnar eru. Ég átti ekki von á þessu,“ segir Ásthild- ur Edda og bætir við að á tímabili hafi 17 gráðu kuldi verið í húsinu. Ásthildur Edda segist vita til þess að f leiri nágrannar hennar séu í sömu sporum og í biðstöðu eftir því að frostinu sleppi til þess að hægt sé að meta tjón. „Það eru rosalega margir ósáttir hérna, það er alltaf verið að fikta í lögninni,“ segir hún. Fyrir tveimur árum lenti Ást- hildur Edda í lagnatjóni upp á hálfa milljón, en endaði með að sitja uppi með kostnað upp á 450 þúsund krónur. „Ég hef verið skíthrædd um að ef eitthvað kemur upp á þá endurtaki það sig.“ Á heimilinu eru gæludýr sem þola kuldann illa. „Ég er með tvo Ama- zon-fugla og ég hef haldið á þeim hita með rafmagnshitablásara. Ég veit ekki hver rafmagnskostnaður- inn verður eftir þetta,“ segir hún. Ásthildur segist vera í biðstöðu eftir betra veðri, en ekkert hafi heyrst frá Árborg varðandi úrræði eða lausnir. Sigurður Þór Haraldsson, veitu- stjóri hjá Árborg, segir að skortur á upplýsingagjöf af hálfu Selfos- sveitna í þessu tilfelli mætti rekja til bilunar í SMS-kerfi sem alla jafna er notast við. „Við höfum sent út sms á alla íbúa sem verða fyrir röskun, en því miður kom upp bilun í SMS- kerfinu í gær þegar við ætluðum að senda það út, þannig að við urðum að láta duga að auglýsa þetta.“ Hann segir málið vera afleiðingu af þekktri bilun í stofnlögn. Drífa Pálín Geirsdóttir, íbúi á Eyrarbakka, segir ástandið í hita- veitumálum á svæðinu óboðlegt. „Krakkarnir eru sendir heim af því að það er of kalt og við vorum ekki látin vita af þessu til að geta slökkt á neinu hjá okkur,“ segir hún. „Mér skildist á píparanum að leiðslurnar hingað niður eftir væru eins og gata- sigti.“ n Einstæð móðir í Árborg óttast alvarlegar skemmdir Ásthildur Edda með Amazon-fuglana tvo, sem þola kuldann á heimilinu illa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNAR arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisf lokks- ins, býður sig fram í oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar næsta vor. Búist er við því að Sjálfstæðisflokkurinn haldi próf- kjör í febrúar. „Ég trúi því að með réttum áherslum og sigurstranglegum og samheldnum lista getum við komið Sjálfstæðisf lokknum í meirihluta næsta vor,“ segir hún. „Það eru mörg verkefni sem bíða hjá Reykjavíkurborg. Fjárhagurinn stendur afar illa, samgönguvandinn fer vaxandi og biðlistar á leikskóla eru ekki að styttast.“ Hildur segir að búast megi við nokkrum áherslubreytingum taki hún við. „Sjálfstæðisflokkurinn færi meira í átt að framtíðinni, ég legg áherslu á að við horfum til þróunar í borgum allt í kringum okkur, auð- vitað þarf Reykjavík að taka þátt í þeirri þróun ef hún ætlar að stan- dast samkeppni við erlendar borgir um ungt hæfileikafólkið okkar,“ segir hún. Þá vill hún draga saman seglin í stjórnkerfinu. „Á fjórum árumhefur starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 20 prósent á meðan íbúum hefur fjölgað um átta prósent. Þetta er ósjálfbær þróun og þessu þarf að vinda ofan af. Við þurfum að ein- beita okkur að þjónustu við fólkið. Það hefur gengið illa að manna leik- skólana, en gengið vel að manna hlýju skrifstofustólana í yfirbygg- ingunni.“ n Hildur býður sig fram gegn Eyþóri Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Sextán ára valdatíð Angelu Merkel sem Þýskalandskanslara lauk í gær og tók Olaf Scholz við embættinu við hátíðlega athöfn. Merkel var fyrsta konan til að gegna embættinu og er þriðji þaulsetnasti kanslari í sögu landsins á eftir Helmut Kohl og Otto von Bismarck. Hún varð á 31 árs ferli sínum í stjórnmálum helsti leiðtogi Evrópu og fór fyrir fjölmennasta landi Evrópusambandsins og umfangsmesta efnahag þess. Merkel átti miklum vinsældum að fagna bæði innan lands og utan og þótti takast á við áskoranir og erfiðleika af mikilli yfirvegun á löngum ferli. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Enginn alvarlega veikur af Covid 2 Fréttir 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.