Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2021, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 09.12.2021, Qupperneq 20
Verður nú spenn- andi að sjá, hvernig nýr ráð- herra tekur á þessu stórfellda dýran- íðs- og hneykslis- máli. 30. nóvember var viðtal við Hrönn Ólafíu Jörundsdóttur, forstjóra MAST, á Hringbraut, þar sem farið var ofan í saumana á blóðmera- haldinu og hinum hryllilegu hlið- um þess, en þetta dýraníð Ísteka og fjölmargra bænda var loks komið svo skýrlega upp á yfirborðið – þökk sé erlendum dýraverndunar- samtökum – , að MAST gat ekki lengur leitt það hjá sér. Meðal annars sagði forstjórinn, að það væri mat MAST, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfull- um merum – reka blóðmerahald – án þess að ógna velferð dýranna. Þetta mat vakti furðu mína. Skorti forstjórann hér nauðsynlega þekkingu eða góða dómgreind? Hvernig á að vera hægt, með góðu, að koma ótömdum, hálfvillt- um hryssum, úr útigangi, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!? Heila eilífð fyrir dýrið. Hvernig getur forstjórinn ímynd- að sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það of beldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!? Hræðsla og æsingur hryssunnar byrjar vitaskuld þá strax, þegar 2-3 mánaða folaldið er rekið frá henni, og má ætla, að skelfingin stigmagn- ist, þegar blóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama of beldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur, ár eftir ár. Árétta skal, að hér er langmest um hálfvilltar, ótamdar merar að ræða, sem eru í útigangi. Auðvitað ætti forstjóranum að vera ljóst, að mannúðlegt og dýra- vænt blóðmerahald í þessu formi er ekki til! Vafasamt framlag dýralækna Þá vildi forstjóri MAST gera nokk- uð með það, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóð- töku, eins og hún orðaði það. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna misþyrmingar og of beldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir því fremur, að ekkert er á þetta dýra- læknakerfi að treysta, heldur en hitt, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni. Úrvinnsla MAST vandræðaleg Þá segir forstjórinn þetta: „MAST er búið að hafa samband við (erlendu) dýraverndunarsamtökin, sem birtu umrætt myndefni, til að fá mynd- efnið, á hvaða bæjum þessar mynd- ir voru teknar. Verið er að fara yfir, hvort tilkynningar (hverra?) um slæma meðferð hafi borizt MAST og hvernig hafi verið brugðist við þeim“. Fyrir mér er það allt annað en uppbyggilegt að MAST skuli þurfa að nýta sér rannsóknir erlendra aðila til að átta sig á dýrahaldi, sem MAST sjálft á að hafa eftirlit með og bera ábyrgð á, að fari fram af mannúð, á grundvelli dýravel- ferðar og standist lög. Aðkoma Fagráðs til lítils sóma Þann 25. apríl 2016 fór fram fundur í Fagráði um velferð dýra. Fundar- boðandi var Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravel- ferðar. Fundarstjóri var Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Aðrir fundarmenn voru meðal annars Katrín Andrésdóttir, fulltrúi Dýra- læknafélagsins, dr. Sigríður Björns- dóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma og Jón Kalmann, fulltrúi Siðfræði- stofnunar Háskóla Íslands. Fagráðið gerði sér lítið fyrir og gaf grænt ljós á þann ófögnuð og það dýraníð, sem sannast hefur að blóðmerahaldið er, og allt þetta fólk hefði átt að vita, að svo sé, hefði það viljað eða reynt að kynna sér það. Í raun hefði almenn skynsemi átt að duga við slíkt mat. Bókunin var stutt og einföld: „Fagráðið er jákvætt gagnvart nýju leyfi með þeim fyrirvörum sem fram komu í umræðum, sbr. texta“. Hér voru 4 dýralæknar og sér- stakur fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands að verki! Hver hefði trúað svona vinnubrögðum upp á þetta mæta fólk, sem maður hefði haldið, að svo væri? Lagagrundvöllur fyrir leyfisveitingu líka út í hött 20. júní 2016 gaf MAST svo út „Leyfi til blóðsöfnunar úr hryssum ...“ til Ísteka. Byggði MAST þetta leyfi á reglugerð nr. 279/2002, en sá galli er á gjöf Njarðar, að þessi reglugerð nær eingöngu til dýratilrauna. Það vekur athygli, að það var Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar, sem gaf út leyfið, en hún var líka fundar- boðandi, þegar Fagráðið gaf grænt ljós á þessa óiðju. Í 1. gr. reglugerðar 279/2002 stendur: „Markmið reglugerðar- innar er að tryggja velferð dýra sem notuð eru í tilrauna- eða vísinda- skyni eða alin í þeim tilgangi“. Hvernig í ósköpunum er hægt að tengja saman dýratilraunir við stórframleiðslu á blóði, 170 tonn, 170.000 lítra, á ári!? Hér reyndi virkilega á frjótt ímy ndu na r a f l , sveig ja nleik a, afstöðu og meðvirkni stjórnvalda, að mati undirritaðs. Undirritaður spurði yfirlögfræð- ing MAST, hvort hann hefði veitt stjórn MAST leiðsögn, hvað varðar notkun þessarar reglugerðar við leyfisveitingu. Hann sagðist ekki minnast þess. Vildi að því er virtist hvergi að þessari lagatúlkun koma. Önnur lög, nr. 55/2013, hefðu átt að koma með öllu í veg fyrir þessa leyfisveitingu, þessa óiðju, en 1. gr. þeirra hljóðar: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, það er að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess, að dýr eru skyni gæddar verur“. Og, hver á að sjá um framkvæmd þessara laga!? Sú stofnun heitir ein- mitt Matvælastofnun: MAST! Nýr ráðherra Í febrúar 2020, fyrir tæpum tveimur árum, veltum við, Jarðarvinir, upp þeim ófögnuði, sem blóðmerahald- ið er, og skoruðum á yfirdýralækni, stjórnendur MAST og ekki sízt á þáverandi landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, að þessi óiðja yrði stöðvuð, m.a. annars út af því, að hún bryti í bága við lög. Ráðherra gerði ek kert með málið, frekar en fjölmörg önnur dýraverndunar- og dýravelferðar- mál. Var meira í öðru misgæfulegu. Verður nú spennandi að sjá, hvernig nýr ráðherra tekur á þessu stórfellda dýraníðs- og hneykslis- máli, sem varpar skugga á okkur öll, víða um lönd, þessa dagana. n Aðkoma MAST og Fagráðs að blóðmerahaldi tóm tjara! Ole Anton Bieltvedt stofnandi og for- maður Jarðarvina Fullkomið í veisluna 20 Skoðun 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.