Fréttablaðið - 09.12.2021, Page 28

Fréttablaðið - 09.12.2021, Page 28
Sumum finnst gaman að klæða sig í sitt fínasta púss við hvert tækifæri á þessum árstíma. Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Fylgdu okkur á Facebook Allt íjólapakkann LAXDAL ER Í LEIÐINNI Skoðið laxdal.is Það eru engar reglur um hvernig á að klæða sig um jólin. Sumir vilja fylgja hefðum og klæða sig upp á, en aðrir vilja bara vera í nátt- fötum. Allt er leyfilegt. sandragudrun@frettabladid.is Um jólin og á aðventunni er oft mikið um að vera og alls kyns við- burðir og veislur í gangi. Það getur oft verið erfitt að ákveða í hverju á að vera við mismunandi tilefni. Sumum finnst gaman að klæða sig í sitt fínasta púss við hvert tækifæri á þessum árstíma, meðan öðrum líður betur að klæðast einhverju þægilegu en þó snyrtilegu. Jólapeysur eru á síðustu árum orðnar vinsæll klæðnaður á aðventunni. Oft er haldinn jóla- peysudagur á vinnustöðum, vinir hittast og halda jólapeysupartí eða fjölskyldur skera út laufabrauð saman í jólapeysunum sínum. Jólapeysur þurfa alls ekki að vera asnalegar og það er jafnvel hægt að klæða þær upp með töff jakka. Sumir vilja halda í hefðir og klæð- ast sínu fínasta pússi á aðfangadags- kvöld og klæðast jakkafötum með bindi eða slaufu, sem er jafnvel enn hátíðlegra. Aðrir kjósa afslappaðri klæðnað eins og skyrtu og betri buxur. Þá getur verið skemmtilegt að blanda saman mynstrum og litum fyrir þá sem vilja skera sig úr og eru djarfari í fatavali. Sumum þykir bara best að vera í náttfötum öll jólin. ■ Jakkaföt og jólapeysur eða jafnvel náttföt Jólapeysur þurfa ekki að vera asnalegar. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Falleg jakkaföt og bindi eru klassísk jólaföt, vestið gerir fötin sparilegri. Það er skemmtilegt að blanda saman mynstrum og litum. Þessi samsetning er afslöppuð en sparileg. Sumum líður einfaldega best að vera í náttfötum öll jólin, það má. 6 kynningarblað A L LT 9. desember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.