Fréttablaðið - 09.12.2021, Side 34

Fréttablaðið - 09.12.2021, Side 34
Ein af vinsælum jólamynd- um er án efa The Holiday, sem margir leggjast yfir ár eftir ár til að fá í sig jóla- stemningu. Það er ekki síst litla kotið í ensku sveitinni sem gerir myndina róman- tíska og hlýlega. elin@frettabladid.is Litla enska kotið sem í myndinni nefnist Rosehill Cottage, er því miður ekki til í alvöru. Það var sviðsett og útveggirnir byggðir í hlíð, nálægt enska þorpinu Shere. Hönnuður myndarinnar, Jon Hut- man, hafði leitað lengi að svipuðu húsi á Englandi sem þó mátti ekki vera of langt frá London. Krútt- legasta og minnsta húsið fann hann nálægt National Trust, en það var einangrað og í meira en fjögurra stunda akstursfjarlægð frá London. Ef þau hefðu notað það hefði það orðið of dýrt, þar sem leikararnir voru staðsettir í höfuðborginni. Úthliðar Rosehill Cottage voru því búnar til og rifnar eftir að tökum á myndinni lauk. Innblástur að hönnun hússins var fenginn frá hinu raunveru- lega Honeysucle Cottage, sem er staðsett í þorpinu Holmbury St. Mary nálægt Dorking. Rosehill, hið skáldaða hús í myndinni, sem var heimili Iris Simpkin, leikinnar af Kate Winslet, var byggt nálægt Shere, sem er bær staðsettur um 40 mínútur fyrir utan London. Atriði úr bænum voru raunar tekin Sveitakot með einstakri hlýju og rómantík Sena úr The Holiday þar sem Cameron Diaz, sem lék Amanda Woods, labbar hér út frá Rose- hill Cottage. Kósí andrúms- loft var skapað í stofunni án þess að gera hana ömmulega. Eldhúsið var ekki síður skemmtilega hannað. upp á tveimur stöðum, Shere og Godalming. Kvikmyndateymið fékk góða aðstoð við að byggja Rosehill sem síðar reyndist verða rómantískur staður með mikinn sjarma og karakter. Innréttingar í húsinu voru hins vegar gerðar í Kali- forníu. Allt svo notalegt og skapaði fullkomna innlifun áhorfandans á litlu, ensku sveitahúsi. Bjálkar í lofti og arineldur, ósamstæð húsgögn sem virkuðu vel saman. Upphaflega átti að nota nútímaleg húsgögn en frá því var horfið þar sem þau hefðu ekki skapað sömu stemningu. Húsið mátti þó ekki vera ömmulegt, þar sem ung kona var búsett í því. Eldhúsið var til dæmis afar heillandi með máluðum stein- veggjum og himinbláum skápum, opnum hillum og bláu og hvítu matarstelli. Þeir sem ætla að gera sér ferð til Shere til að skoða húsið verða fyrir vonbrigðum því það finnst ekki. Hins vegar er Shere einkar fallegur staður, friðsælt þorp í Guildford í Surrey sem er í raun vinsæll ferða- mannastaður. Þarna búa um 4.000 íbúar og í þorpinu má sjá krár sem koma fyrir í myndinni eins og Hvíta hestinn og William Brau. Í bænum er auk þess kirkja frá 12. öld. Áin Tillingbourne rennur í gegnum þorpið. Þorpið Shere hefur verið notað í nokkrum frægum bíómyndum auk The Holiday og má þar nefna Four Weddings and a Funeral (1994), Bridget Jones: The Edge of Reason (2004) og The Wedding Date (2005). n ELITE hvíldarstólar 3 tegundir 3 möguleikar Anelin leður allan hringinn 3 litir Teg. ALEX Teg. Charles Teg. CHARLES Teg. WILLJAM Húsgagnaverslunin Nýform ehf. • Strandgata 24 • Sími 565 4100 • nyform@nyform.is • www.nyform.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Teg. WILLJAM 6 kynningarblað 9. desember 2021 FIMMTUDAGURHÆGINDASTÓLAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.