Fréttablaðið - 09.12.2021, Side 55

Fréttablaðið - 09.12.2021, Side 55
BÆKUR Einlægur önd Eiríkur Örn Norðdahl Fjöldi síðna: 283 Útgefandi: Mál og menning Þorvaldur S. Helgason Þegar ég stundaði nám í ritlist við Háskóla Íslands fór ég eitt sinn með samnemendum mínum í skáldaferð til Eiríks Arnar Norð­ dahl á Ísafjörð. Margt af því sem gerðist í þessari ferð hefur fallið í gleymskunnar dá, en ég minn­ ist þess þó að eitt verkefnið sem Eiríkur lagði fyrir okkur ritlistarnemana var að skrifa einn sannleika og eina lygi með verkfærum skáldskaparins. Þetta rifjaðist upp fyrir mér við lestur nýjustu „skáldsögu“ Eiríks Arnar sem fjallar bæði um mörk hins sanna og ósanna, sem og ritlistarkennslu. Bókin, sem ber titilinn Einlægur önd, er eins konar skáldævisaga eða kannski frekar skáldsaga með ævisögulegu ívafi. Höfundur gerir raunar í því að ögra mörkum þess­ ara forma og tvískinnungurinn gerir vart við sig strax á titilsíðum bókarinnar, sem eru tvær. Á þeirri fyrri er titillinn ritaður sem Einlæg­ ur önd – ævisaga, en á þeirri seinni sem Eiríkur Örn – skáldsaga. Höf­ undur notar raunverulega atburði og staðreyndir úr sínu eigin lífi í bókinni en fer frjálslega með. Aðal­ persóna bókarinnar heitir vissulega Eiríkur Örn Norðdahl og er rúm­ lega fertugur rithöfundur frá Ísa­ firði sem gengur með harðkúluhatt á höfði. Flest annað er þó skáldað, þar með talið nöfnin á börnum og eiginkonu Eiríks, en slíkt mun þó sennilega ekki vera ljóst þeim les­ endum sem þekkja ekki til Eiríks persónulega. Bókin gerist í fyrstu bylgju Covidfaraldursins og segir frá því þegar Eiríkur Örn neyðist til að f lytja frá Ísafirði í sollinn í höfuð­ borginni, til að geta eytt tíma með börnum sínum í kjölfar skilnaðar. Í Reykjavík tekur Eiríkur að sér það verkefni að stýra ritlistarnámskeiði á netinu fyrir norska ritlistarfyrir­ tækið Fiktiv, eins konar af bökun á sænska hljóðbókarisanum Storytel. Fyrirgefning og útskúfun Einlægur önd varpar upp ýmsum áhugaverðum hugleiðingum um eðli og hlutverk skáldskapar í borg­ aralegu samfélagi. Þessar hugleið­ ingar birtast gjarnan í formi fyrir­ lestra sem Eiríkur Örn heldur fyrir nemendur sína sem eru í senn heim­ spekilegir, kómískir og yfirdrifnir. „Allar fagurbókmenntir sem standa undir nafni rannsaka nún­ ing veruleika og skáldskapar, lyga og sannleika annars vegar; og nún­ ing siðlegrar breytni og siðlausrar breytni hins vegar,“ segir Eiríkur Örn í einum fyrirlestrinum og gæti sú fullyrðing vel staðið sem lýsing á skáldsögunni. Einlægur önd spyr áleitinna spurninga um hlutverk fyrirgefn­ ingar og útskúfunar í nútímasam­ félagi og kemur inn á ýmis eldfim umfjöllunarefni sem hafa verið í deiglunni undanfarið, á borð við slaufunarmenningu og hvort hægt sé að aðskilja listina frá listamann­ inum. Í söguheimi bókarinnar lenti Eiríkur Örn í því að vera „slaufað“ fyrir leikritið/skáldsöguna Hans Blær og ósæmilega hegðun sem hann sýndi af sér í frumsýningar­ partíi. Í raunveruleikanum voru þessir atburðir ekki alveg jafn hisp­ urslausir, því þótt leikritið Hans Blær hafi vissulega vakið umtal á sínum tíma, er langt frá því að höf­ undinum hafi verið slaufað fyrir það. Þetta er sennilega skýrasta dæmið um það hvernig Eiríkur Örn „rannsakar núning veruleika og skáldskapar“ og leikur sér að mörkum sannleika og lygi í Ein­ lægur önd. Súr bræðingur af meta-narratívu Höfundur nýtir sér einnig frásagn­ artækni dæmisögunnar og skapar eins konar hliðarveruleika innan hliðarveruleika skáldsögunnar, með sögunni af Felix Ibaka frá Arbítreu sem persónan Eiríkur Örn hefst handa við að skrifa. Hlutirnir f lækjast þó til muna þegar dæmi­ sagan fer að blandast söguheimi skáldsögunnar, sem aftur blandast raunheimi lesenda svo úr verður dásamlega súr bræðingur af meta­ narratívu sem mun láta jafnvel fær­ ustu bókmenntafræðinga klóra sér í hausnum. Þótt undirritaður hefði vissulega verið til í að stytta kaflana um Felix frá Arbítreu örlítið, þá eru heildaráhrifin svo skemmtilega galsafull að maður verður að fyrir­ gefa höfundi tilraunamennskuna, þótt hún sé vissulega bæði ruglings­ leg og langdregin á köflum. Einlægur önd er sennilega ekki allra en undirrituðum fannst hún þó bæði skemmtileg og spennandi. Bókin dansar á mörkum sjálfsháðs og sjálfsupphafningar, sem rímar fullkomlega við ringulreið samtím­ ans. Þá verður það að teljast jákvætt að stærsta bókaútgáfa landsins, Forlagið, skuli taka áhættuna á að gefa út svo tilraunakennt og krefj­ andi verk. Stærsta spurningin er þó hvort bókin muni rata til hins almenna lesanda, eða bara okkar bókmenntanördanna. n NIÐURSTAÐA: Skemmtilegt og galsafullt verk þar sem höfundur dregur bæði sjálfan sig og sam- félagið sundur og saman í beittri ádeilu. Núningur veruleika og skáldskapar Bókin dansar á mörk- um sjálfsháðs og sjálfsupphafningar sem rímar fullkomlega við ringulreið sam- tímans. FIMMTUDAGUR 9. desember 2021 Menning 35

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.