Fréttablaðið - 11.12.2021, Side 7

Fréttablaðið - 11.12.2021, Side 7
kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Í umsögn um ný sóttvarnalög telur Félag íslenskra heimilislækna varhugavert að heil­ brigðisráðherra verði falið að skipa sóttvarnalækni. Samkvæmt núgildandi lögum er það landlæknir sem ræður sótt­ varnalækni. Í umsögninni segir að spenna geti myndast milli pólitískra afla varð­ andi tillögur sóttvarnalæknis. Erfitt geti verið fyrir ráðherra að víkja frá tillögum hans en einnig geti verið pólitískt erfitt að samþykkja þær. Mikilvægt sé að faglegt sjálfstæði sóttvarnalæknis sé virt. „Af heilbrigðissjónarmiðum er mikilvægt að tillögur sóttvarna­ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var ráðinn 2015 af Birgi Jakobssyni, þáverandi landlækni. TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU TIL AFHENDINGAR EFTIR ÁRAMÓT ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M Heimilislæknar vara við að ráðherra skipi sóttvarnalækni Verði lögin samþykkt mun Willum Þór Þórsson heil- brigðisráðherra fá valdið til að skipa sóttvarna- lækni. læknis séu settar fram óháð pól­ itískum átökum, þó svo að um til­ lögurnar sé síðan rætt á pólitískum vettvangi,“ segir í umsögninni Þórólfur Guðnason sóttvarna­ læknir var ráðinn 2015 af þáverandi landlækni. Hann hefur sjálfur sagt að ekki sé óeðlilegt að ráðherra skipi sóttvarnalækni frekar en landlækn­ ir. Faglegt mat fari alltaf fram. n Andrea Sif Pétursdóttir landsliðskona í hópfimleikum Íslenska kvenna­ landsliðið í hóp­ fimleikum varð Evrópumeistari um síðustu helgi með afar drama­ tískum hætti. Fyrirliði liðsins, Andrea Sif, sleit hásin í næstsíðasta stökki sínu á mótinu. Hún neitaði að fara á spítalann fyrr en eftir verðlauna­ afhendinguna og þurftu þjálfar­ arnir að bera hana á pall. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Öll spjót standa á Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra sem Bergsveinn Birgisson, doktor í norrænum fræðum, vænir um ritstuld í kærum, til bæði siðanefndar Háskóla Íslands og nefndar um heilindi í vísindum. Ásgeir vísar ásökununum alfarið á bug. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður Knattspyrnusambands Íslands Formaður KSÍ var dag­ lega í fréttum í vikunni vegna skýrslu úttektar­ nefndar Íþrótta­ sambands Íslands, um með­ ferð KSÍ á ásök­ unum um kynferðislega áreitni og of beldi. Sjálf segist Vanda ekki hafa orðið vitni að þöggunar­ menningu innan sambandsins. Með beiðni um skýrslugerðina hefði sambandið viljað setja öll mál upp á borðið. n n Þrjú í fréttum Afstaða til blóðmerahalds 15% 19% 66% n Hlynnt n Hvorki né n Andvíg Afstaða til blóðmerahalds eftir kyni (í prósentum) 80 70 60 50 40 30 20 10 0 n Karlar n Konur Hlynnt Hvorki né Andvíg Mikil andstaða er við blóð­ merahald á Íslandi sam­ kvæmt nýrri könnun. Aðeins 15 prósent eru hlynnt því að blóðmerahald sé leyfilegt. Stuðningur við starfsemina er meiri á landsbyggðinni en meðal borgarbúa. ingunnlara@frettabladid.is DÝRAVELFERÐ Mikil andstaða er við blóðmerahald hér á landi, sam­ kvæmt niðurstöðum nýrrar skoð­ anakönnunar Prósents. Aðeins 15 prósent segjast vera frekar eða mjög hlynnt því að blóðmerahald sé leyfilegt á Íslandi, en 66 prósent eru andvíg því. Andstaða við blóðmerahald er mun meiri meðal kvenna en karla. Aðeins sex prósent kvenna eru hlynnt því að blóðmerahald sé leyft en stuðningur karla við starfsemina er 24 prósent. Þá er meirihluti kjósenda allra f lokka andvígur blóðmerahaldi. Stuðningur er þó mestur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, eða 28 prósent. Þá er fjórðungur Framsóknar­ manna og kjósenda Flokks fólksins hlynntur blóðmerahaldi. Athygli vekur að meiri stuðn­ ingur er við blóðmerahald meðal ungu kynslóðarinnar, en 23 pró­ sent fólks á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera hlynnt því að blóðmera­ hald sé leyfilegt, samanborið við 11 prósenta stuðning við starfsemina í elsta hópnum, þeirra sem eru 65 ára og eldri. Meiri andstaða er við starfsem­ ina á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi. Tæp sextíu prósent lands­ byggðarbúa eru andvíg blóðmera­ haldi samanborið við sjötíu prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Umfjöllun um blóðtöku úr fyl­ fullum merum komst í hámæli í lok nóvember þegar svissnesku dýra­ verndarsamtökin Animal Welfare Foundation, AWF, ljóstruðu upp Konur mun andvígari blóðmerahaldi um dýraníð á blóðtökubæjum hér á landi. Skýrsla þeirra og heimildar­ mynd sýndi fram á að dýralæknar, sem starfa samkvæmt leyfi Mat­ vælastofnunar, fylgdust aðgerða­ lausir með hundum og mönnum níðast á blóðmerum. Aðeins fjögur lönd í heiminum heimila blóðmerahald í þeim til­ gangi að nýta í hormón sem spraut­ að er í gyltur til að auka frjósemi þeirra, en löndin eru Argentína, Kína, Ísland og Úrúgvæ. Inga Sæland, formaður og þing­ maður Flokks fólksins, hefur nú í annað sinn lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur í sér banna við blóðmerahaldi og Svandís Svavars­ dóttir, sjávarútvegs­ og landbúnað­ arráðherra, hefur skipað starfshóp til að skoða starfsemina sem tengist blóðmerahaldi.. Könnun Prósents var fram­ kvæmd frá 1. til 10. desember. Um netkönnun var að ræða meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið í könnuninni var 2.300 einstaklingar á aldrinum átján ára og eldri. Svarendur voru 1.134, eða 49,3 prósent. n 100% 80% 60% 40% 20% 0% Afstaða til blóðmerahalds eftir stuðningi við stjórnmálaflokka n Hlynnt n Hvorki né n Andvíg Málið komst í hámæli fyrir atbeina dýraverndarsamtakanna AWF. MYND/AWF LAUGARDAGUR 11. desember 2021 Fréttir 5FRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.