Fréttablaðið - 11.12.2021, Side 8

Fréttablaðið - 11.12.2021, Side 8
Fjögur atriði skipta mestu máli, segir Róbert Wessman Í samtali við Fréttablaðið sagðist Róbert Wessman, stjórnar formaður Alvo- tech, ekki óttast miklar innlausnir í Oaktree Acquisition Corp. II. Fjögur atriði ráði mestu varðandi það: „Í fyrsta lagi þarf bak- hjarl yfirtökufyrirtækisins að hafa reynslu og trú- verðugleika. Oaktree og móður- félag þess, Brookfield, eru saman einhverjir stærstu og traustustu viðskiptaaðilar banka og verð- bréfafyrirtækja vestan hafs. Við völdum Oaktree vegna þess að þeir voru búnir að vinna með okkur sem lánveitandi frá 2018. Í öðru lagi er mikilvægt að ná í nýtt hlutafé. Það staðfestir traust fjárfesta á viðskipta- módelinu og samrunanum. Við náðum í 200 milljónir dala í nýtt hlutafé sem er um 45 prósent af heildinni og ekki háð innlausn. Þriðja atriðið er að fyrirtækið sjálft verður að vera tilbúið að fara á markað og við erum búin að verja níu árum í að byggja upp framleiðslu- og þróunarstarfsemi. Keppinautar eru fáir, það eru ekki margir sem leggja út í tíu ára fjárfestingu sem kostar yfir milljón dali. Fjórða lykilatriðið er svo verð- lagningin. Fjárfestarnir nú leggja inn hlutafé á mjög hagstæðu verði að okkar mati. Það skiptir miklu máli að fá inn sterka og trausta aðila, jafnvel þó að okkar hlutur þynnist eitthvað. Alvo- tech er því, að okkar mati, í mjög sterkri stöðu þegar kemur að fjármögnun.“ Einhverjir kunna að reyna að nota sérstök yfirtökufyrirtæki til að losna undan ábyrgð á skuldum. Gary Gensler, forstjóri banda- ríska fjármálaeftirlitsins kristinnhaukur@frettabladid.is FJARSKIPTI Evrópusambandið hefur framlengt niðurfellingu reikigjalda innan ESB- og EES-svæðisins um áratug, eða til ársins 2032. Breyting- in, sem á ensku kallast Free Roam- ing eða Roam Like Home, var lögfest 2017 og átti að renna út á næsta ári. Olli þetta straumhvörfum og margfaldaðist gagnamagnsnotkun á einu ári eftir breytinguna. „Niðurfelling reikigjalda var mikil bylting fyrir neytendur,“ segir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Fjar- skiptastofu. Er Fréttablaðið náði af honum tali var hann einmitt í Sví- þjóð að nýta sér umrædda þjónustu. Niðurfellingin þýðir að borgararnir geta ferðast á svæðinu án þess að hafa áhyggjur af reikigjöldum, sem geta annars staðar verið mjög há. Hrafnkell bendir á að ferðist fólk til Sviss, sem er hvorki í ESB né EES, geti fólk fengið nokkur hundruð króna reikning fyrir stutt símtal heim. Fjarskiptafyrirtæki geti gert samninga milli landa. Það hafi þau til dæmis gert í sambandi við Brexit og sé gjöldum haldið niðri. „Ég get ekki ímyndað mér að Evr- ópusambandið muni nokkurn tím- ann bakka út úr þessu,“ segir Hrafn- kell, spurður hvort hann haldi að niðurfellingin sé komin til að vera. Aðgerðin sé ein af skrautfjöðrum Niðurfelling reikigjalda framlengd um áratug Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu framkvæmdastjórnar ESB, að hafa búið til eitt markaðssvæði fjarskipta í Evrópu. „Þetta er sú aðgerð sem borgararnir finna hvað best fyrir við að vera þegnar í Evrópusam- bandinu eða á Evrópska efnahags- svæðinu,“ segir hann. Bendir Hrafnkell á að hvergi í heiminum hafi tekist að fara sömu leið. Í Bandaríkjunum, sem dæmi, geti verið mjög mismunandi gjöld milli einstakra svæða. n Fjárfestar og eftirlitsaðilar virðast hafa áhyggjur af því að brotalöm sé á eftirliti með sér- stökum yfirtökufyrirtækjum og upplýsingagjöf þeirra til fjárfesta. Kallað er eftir hertum reglum og á undan- förnum mánuðum hefur borið á því að fjárfestar innleysi hluti sína í stórum mæli eftir að tilkynnt er um samruna. olafur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Sérstök yfirtökufyrir- tæki, sem á ensku nefnast special purpose acquisition companies eða SPAC, eru í raun skúffufyrirtæki sem stundum er líkt við óútfylltan tékka. Þau eru skráð á markað og hafa enga starfsemi aðra en að finna fyrirtæki til að sameinast. Í frum- útboðum sérstakra yfirtökufyrir- tækja er ekki vitað hvaða fyrirtæki verður fyrir valinu til sameiningar og því leggja fjárfestar traust sitt á stofnendur sérstaka yfirtökufyrir- tækisins, bakhjarla þess. Financial Times greindi frá því í gær að Gary Gensler, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, SEC, segði nauðsynlegt að herða reglur um eftirlit með sérstökum yfirtökufyrirtækjum. SEC rannsakar nú nokkurn fjölda fyrirtækja sem kosið hafa að fara þessa leið í skráningu á markað. Óttast er að þessir viðskipta- gerningar haf i ekki fengið þá gagnrýnu skoðun og eftirlit sem lögbundin er við hefðbundin frum- útboð hlutabréfa. SEC hefur hafið rannsókn á við- skiptum nýs samfélagsmiðlafyrir- tækis Donalds Trump, og raf bíla- framleiðandans Lucid Motors við sérstök yfirtökufyrirtæki og horfir sérstaklega til viðskipta þeirra á milli, áður en tilkynnt var um sam- runa og skráningu og upplýsinga- gjöf til fjárfesta. Gensler sagði almenna fjárfesta Óttast um öryggi almennra fjárfesta Gary Gensler, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, SEC, hyggst herða reglur um eftirlit með sérstökum yfirtökufyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ekki njóta sömu verndar við fjár- festingar í sérstökum yfirtökufyrir- tækjum og þeim er tryggð í hefð- bundnum frumútboðum. Sagðist Gensler telja þörf á nán- ara eftirliti með stjórnarmönnum, bakhjörlum, fjármálaráðgjöfum og endurskoðendum – sem hann kall- aði „hliðverði“ í SPAC-samrunum, þeir framkvæmi mögulega ekki áreiðanleikakannanir, eins og gert sé í hefðbundnum frumútboðum. „Einhverjir kunna að reyna að nota sérstök yfirtökufyrirtæki til að losna undan ábyrgð á skuldum,“ sagði Gensler. Í síðustu viku tilkynnti stafræna fjölmiðlafyrirtækið BuzzFeed að fjárfestar yfirtökufyrirtækisins hefðu innleyst 94 prósent hlutafjár síns, eftir að tilkynnt var um sam- runa. Á fyrsta degi eftir að tilkynnt var um samruna Alvotech og sérstaka y f irtökufyrirtækisins Oaktree Special Acquisition Corp. II, skiptu 10 prósent hlutafjár í Oaktree um eigendur án þess að það hefði áhrif á verð. Gefur það vísbendingu um að ólíklegt sé að innlausnir hluta í Oaktree vegna samrunans verði miklar, að óbreyttu. n Róbert Wessman lovisaa@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Blaðamannafélag Íslands (BÍ) hvetur Alþingi til að hækka styrki til einkarekinna fjöl- miðla í samræmi við hækkun til RÚV. BÍ gagnrýnir að í fjárlagafrumvarpi ársins 2022 skuli vera gerð tveggja prósenta aðhaldskrafa á styrki til einkarekinna fjölmiðla, sem þýði að þeir lækki um átta milljónir króna. Að sögn BÍ eru framlög til Ríkis- útvarpsins á sama tíma aukin um 420 milljónir, sem sé hærri upphæð en styrkir til allra einkarekinna fjöl- miðla. Hvetur BÍ til þess að styrkir til einkarekinna fjölmiðla hækki í sam- ræmi við hækkunina til RÚV, eða um 8 prósent. Þannig myndu styrkirnir hækka um 30 milljónir í stað þess að skerðast um átta milljónir. n Blaðamenn vilja hærri ríkisstyrki ser@frettabladid.is JÓL Í Fréttablaðinu í dag er að finna eina örk sem nýtist lesendum sem jólagjafapappír. Þetta er nýlunda í anda endurvinnslu og minni sóunar – og minnir á að sem fyrr eru marg- vísleg not fyrir dagblaðapappír. Örkina er að finna á blaðsíðu 4, með myndríkri auglýsingu frá KFC, en að af loknum lestri blaðsins er upplagt að draga hana út og geyma til innpökkunar á næstu dögum. n Gjöfum pakkað í Fréttablaðið í dag 6 Fréttir 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.