Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 32

Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 32
Ég ligg bara í gólfinu og hugsa: Nei, nei, nei, við hefðum getað unnið þetta og ég er að klúðra þessu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í hópfimleikum, sleit hásin í næstsíðasta stökkinu sínu á EM. Hún heyrði hásinina slitna á leiðinni inn í stökkið. Eftir þrjú EM-silfur í röð, neitaði að hún að fara upp á sjúkrahús fyrr en að verð- launaafhendingu lokinni og báru landsliðsþjálfararnir hana upp á pallinn. Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum varð Evrópu- meistari um síðustu helgi með afar dramatískum hætti. Liðið vann mótið, sem fór fram í Portúgal, með minnsta mögulega mun er það fékk jafnmörg stig og sænska kvennaliðið en íslensku stelpurnar unnu á fleiri einstökum áhöldum. Stelpurnar háðu harða baráttu við sænska liðið allt mótið og mun- aði ekki nema 0,6 stigum á liðunum fyrir síðustu umferðina. Til að setja það í samhengi fá lið í hópfimleik- um heilt stig í frádrátt ef einn kepp- andi dettur og það var því minna en eitt fall sem skildi liðin að. Það féll í hlut íslenska liðsins að loka kvennakeppninni og voru þær síðasta liðið til að keppa á síðasta áhaldinu er þær röðuðu sér upp hjá dýnunni. Allar aðrar einkunnir voru komnar í hús og sátu Svíarnir þægilega í efsta sætinu enda öll pressan á íslenska liðinu. Áhorfendur höfðu séð sænska liðið gera mistök á síðasta áhaldinu sem gerði það að verkum að Ísland þurfti einungis að klára sín stökk til að vinna titilinn. Á meðan voru íslensku stelpurnar í æfingasalnum á fullu í undirbúningi og ákváðu landsliðsþjálfararnir að segja þeim ekki frá gengi sænska liðsins. Eitt fall í fyrstu umferðinni olli hins vegar hnút í maga hjá íslensku stuðningsmönnunum. Íslensku stelpurnar áttu þá tvær umferðir eftir til að klára mótið. Heyrði hásinina slitna Í annarri umferð af þremur á dýn- unni sleit svo landsliðsfyrirliðinn, Andrea Sif Pétursdóttir, hásin í upp- stökki á leiðinni inn í tvöfalt heljar- stökk með tvöfaldri skrúfu. Hún lenti illa, velti sér út af lendingar- dýnunni og lá kylliflöt með andlitið í gólfinu. Í samtali við Fréttablaðið segist Andrea hafa heyrt vel í hásininni slitna þegar hún keyrði fæturna ofan í gólfið til að ná upp hæðinni fyrir stökkið en hásinin hafði strítt Andreu í næstum þrjú ár. „Ég var ekkert búin að vera að pæla í hásin- inni en svo heyri ég bara í upp- stökkinu svipaðan smell og kemur úr dýnunni þegar maður neglir vel ofan í hana nema sjöfalt hærra og inni í hausnum á mér,“ segir Andrea sem hugsaði á leiðinni upp: „Þetta var hásinin.“ Andrea flaug hins vegar upp í loft- ið og gat lítið annað gert en að keyra inn í stökkið af krafti og vona það besta. Hún lenti fyrst á hnjánum og rúllaði sér af lendingardýnunni. Íslendingar í höllinni tóku andköf enda ljóst að nú stæði tæpt. Andr- ea hélt hins vegar að möguleikar Íslands væru úti. „Ég ligg bara í gólfinu og hugsa: „Nei, nei, nei, við hefðum getað unnið þetta og ég er að klúðra þessu. Loksins þegar við vorum að fara að vinna þetta þá þurfti ég að gera eitthvað svona. Lenda á hnjánum, þannig ég fæ ekki einu sinni stökkið gilt,“ segir Andrea. „Ég lá bara með andlitið í gólfinu og hugsaði: „Þú ert að grínast í mér.“ Hún áttaði sig síðan á því á ögur- stundu að hún þyrfti að gefa merki um að hún myndi ekki skila sér til baka í þriðju og síðustu stökkum- ferðina. Hún lyfti höfðinu upp úr gólfinu og renndi hendinni fram og til baka undir hökunni til að láta þjálfarana vita að þetta væri búið fyrir hana. „Ég veit ekkert hvert ég er að horfa eða hvort einhver sér þetta. Staðráðin í að missa ekki af þjóðsöngnum Andrea Sif fór í aðgerð á hásininni á þriðjudaginn. Hún segist hvergi nærri hætt en mun taka sér verðskuldaða hvíld næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Magnús Heimir Jónasson mhj @frettabladid.is „Eftir það var ég tekin inn í sjúkraherbergið,“ segir Andrea. „Þar er ákveðið að ég þurfi að fara upp á spítala. Ég segi bara: Afsakið en ég er ekki að fara að missa af þjóð- söngnum. Ekki séns í helvíti. Ég er búin að bíða eftir því í ég veit ekki hvað mörg ár. Ég fer þarna frekar með hangandi fót,“ segir Andrea sem hefur þurft að hlusta á sænska þjóðsönginn þrjú Evrópumeistara- mót í röð. Sjúkraþjálfarar og læknar á svæð- inu sáu að henni var alvara og fór svo að landsliðsþjálfarar kvenna- landsliðsins, Þorgeir Ívarsson og Daði Snær Pálsson, voru sendir til að halda á henni upp á verðlauna- pallinn. „Þorgeir og Daði héldu á mér til skiptis og svo studdi ég mig við stelpurnar. Ég var ekkert mjög verkj- uð þar. Ég var í sjöunda himni. Svo fór ég niður af pallinum, við tókum mynd og svo fór ég upp á spítala,“ segir Andrea. Áfall eftir slys í áhaldafimleikum Andrea Sif er ein reynslumesta landsliðskonan í liðinu og var þetta fjórða Evrópumeistaramótið hennar. Hún hefur þurft að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti á þremur Evrópumeistaramótum í röð þar sem íslenska kvennalands- liðið var grátlega nálægt titlinum í hvert einasta skipti. Andrea hóf sinn fimleikaferil árið 2000, þá fjögurra ára gömul, í grunnhópum hjá Stjörnunni í Garðabæ. „Mamma og pabbi sendu mig í fimleika því ég var bara úti um allt,“ segir Andrea létt í bragði. „Á jólaskemmtunum var ég til dæmis með fimleikasýningar á göngunum á meðan hinir krakkarnir dönsuðu kringum jólatréð,“ segir Andrea og hlær. „Ég var mjög athyglissjúkt barn.“ Andrea hóf fimleikaferil sinn í áhaldafimleikum en fyrir þá sem ekki þekkja muninn er keppt á tvíslá, slá, stökki og gólfi í áhalda- fimleikum kvenna en í hópfim- leikum er keppt á dýnu, trampólíni og gólfi. Þegar Andrea var ellefu ára gömul lenti hún slæmu slysi í áhaldafim- leikum sem á stóran þátt í að hún færði sig yfir í hópfimleika árið 2008. „Ég var að gera gripskipti á tvíslá í mars árið áður þegar ég datt og lenti beint á bringunni. Ég fékk fæturna yfir mig og endaði í eins konar sporðdreka. Ég braut á mér olnbogann en það héldu allir að ég væri lömuð eftir þetta fall. Ég held að það hafi bjargað mér hversu liðug ég var í bakinu,“ segir Andrea. Í kjölfarið fór hún í aðgerð á hendinni og báðum iljunum vegna of stuttra sina. „Þá var ég með gifs á þremur útlimum. Ég hafði verið að kvarta yfir iljunum við mömmu og pabba þegar ég var lítil og það var kominn tími á þá aðgerð. Maður má ekki vera of gamall þegar maður fer í slíka aðgerð og ég var komin á síð- asta séns. Þannig að ég var heppin að ná henni,“ segir Andrea. Eftir langt endurhæfingarferli átti Andrea erfitt með að fóta sig í áhaldafimleikum aftur. „Ég átti erfitt með að fara aftur upp á tvíslána og svo fannst mér óþægilegt að fara upp á slána. Þetta var allt orðið frekar erfitt,“ segir Andrea sem vildi þó ekki hætta í fimleikum. Svo heppilega vildi til að þjálfari Andreu í áhaldafimleikum þjálf- aði einnig í hópfimleikum og Andrea var ellefu ára gömul þegar hún hand- leggsbrotnaði í fimleikum og fór í aðgerð á báðum iljunum. MYND/AÐSEND  Ég sá bara einhver ljós,“ segir Andr- ea. Þjálfararnir náðu hins vegar merkinu og fékk landsliðskonan María Líf Reynisdóttir merki um að hún þyrfti að hoppa inn í síðustu stökkumferðina. Ásdís Guðmundsdóttir, sjúkra- þjálfari kvennalandsliðsins, fór þá yfir til Andreu. „Ásdís spyr hvað hafi gerst gerst og ég sagði: Nú hásinin slitnaði, eins og hún ætti bara að vita það,“ segir Andrea létt. „Ég reyndi að skríða aðeins áfram til að koma mér frá en það eina sem ég man er hvað ég fór hægt. Ég komst ekkert áfram.“ Andrea segir ástæðuna fyrir því að hún hafi verið svona róleg hafa verið að hún var búin að undirbúa sig andlega undir það að þetta gæti gerst enda hafði hásinin truf lað hana árum saman. „Ef mér hefði ekki verið búið að vera svona illt áður hefði þetta verið miklu meira áfall.“ Ásdís og læknir á vegum móts- haldara tóku að grandskoða fótinn á Andreu sem hafði lítinn áhuga á hásininni og fylgdist æst með stelp- unum klára síðustu umferðina. Kolbrún Þöll Þorradóttir, stiga- hæsta konan í liðinu, kláraði síðustu umferðina með stæl og fögnuðu stelpurnar afar vel er þær hlupu út úr keppnishöllinni á meðan Andrea varð að liggja eftir. „Það er bara eitthvað verið að þreifa á mér og svo kemur einkunn Íslands upp á skjáinn,“ segir Andrea. „Ég byrjaði bara að öskra og hoppa á einum fæti til stelpnanna og Ásdís elti mig bara,“ segir Andrea sem tók ekki annað í mál en að fagna með liðsfélögum sínum. Ásdís sjúkra- þjálfari segir í samtali við Frétta- blaðið Andreu hafi rifið fótinn úr höndum sér og lítið verið hægt að gera í því. „Ég var með stórslasaða manneskju í fanginu sem stekkur bara upp eins og kengúra og ég horfi á eftir þessum ökkla skoppa þarna,“ segir Ásdís létt. Sjúkrateymið náði þó Andreu á endanum. 30 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.