Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 50
Sérfræðingur í innra eftirliti og áhættustýringu
Vegna aukinna umsvifa óska Landsbréf hf. eftir
kraftmiklum liðsmanni í innra eftirlit og áhættustýringu.
Landsbréf hf., sem er eitt öflugasta sjóðastýringar-
fyrirtæki landsins, er dótturfélag Landsbankans hf.
og er sérhæfð fjármálastofnun á sviði eigna- og
sjóðastýringar. Félagið rekur fjölda sjóða, bæði
verðbréfasjóði og sérhæfða sjóði.
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk.
Starfsumsókn og nánari upplýsingar um starfið
er að finna á atvinna.landsbankinn.is.
Starfssvið:
• Greining og mat á áhættuþáttum í sjóðastarfsemi
• Þróun og viðhald áhættulíkana
• Úttektir og eftirlit
• Skýrslugjöf til stjórnenda og eftirlitsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í fjármálaverkfræði eða sambærilegt
• Þekking á áhættustýringu og fjármálamörkuðum
(reynsla er kostur)
• Reynsla af notkun SQL fyrirspurnarmáls eða
sambærilegs
• Þekking eða reynsla af forritun í C#, Python eða
sambærilegu
• Greiningarhæfni, færni við úrvinnslu og
framsetningu gagna
• Sjálfstæð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar
Nánari upplýsingar veitir:
Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa
Helgi.Arason@landsbref.is
410 2511
Vélstjóri – Starfsfólk í framleiðslu
Bewi Iceland óskar eftir að ráða til sín starfsfólk í nýja og glæsilega umbúðaverksmiðju sem er að rísa
við Gleðivík á Djúpavogi. Stefnt er á að hefja framleiðslu í mars á næsta ári.
Vélstjóri/vélamaður. – Hefur m.a. umsjón með vélbúnaði, viðhaldi,
viðgerðum, mótaskiptum o.fl.
Helstu hæfniskröfur:
• Vélstjórnar- eða tæknimenntun.
• Reynsla af umsjón og rekstri raf- og vélbúnaðar.
• Þekking á iðnstýringum er kostur.
• Reynsla í málmsmíði er kostur.
• Almenn tölvukunnátta, reynsla af viðhaldsforritum er kostur.
• Enskukunnátta.
• Stundvísi, samviskusemi og áreiðanleiki.
• Lyftararéttindi eru kostur.
Starfsfólk í framleiðslu. – Sjá meðal annars um daglega framleiðslu,
stjórnun véla, afgreiðslu o.fl.
Helstu hæfniskröfur:
• Stundvísi, samviskusemi og áreiðanleiki.
• Reynsla af störfum við vélbúnað er kostur.
• Áhugi á vélbúnaði og sjálfvirkni er kostur.
• Almenn tölvukunnátta.
• Enskukunnátta.
• Lyftararéttindi eru kostur.
Bewi Iceland er nýtt fyrirtæki á Djúpavogi sem
er að reisa 2800 m2 kassaverksmiðju. Á
Djúpavogi er mikill uppgangur í kjölfar
uppbyggingar laxeldis á Austfjörðum.
Djúpivogur er fjölskylduvænt samfélag með alla
helstu þjónustu s.s. leikskóla, grunnskóla,
verslanir og veitingastaði og þar sem auðvelt er
að njóta náttúru og menningar
Bent er á að þetta er reyklaus
vinnustaður, þ.e. verksmiðjan sjálf
og umráðasvæði hennar.
Umsækjendum er bent á að senda inn
umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið
jon@bewi.is fyrir 31.12.2021.
Nánari upplýsingar veitir
Jón Þór Jónsson verksmiðjustjóri,
jon@bewi.is.
2 ATVINNUBLAÐIÐ 11. desember 2021 LAUGARDAGUR