Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 52
Við leitum að þér, sérfræðingi í viðskiptagreiningu og þróun markaða,
sem hefur áhuga á því að taka þátt í þeirri hröðu þróun sem er í
síbreytilegum heimi endurnýjanlegrar orku. Þú hefur áhuga á
orkumálum, framlagi þeirra til loftslagsmála og að þróa snjallar
lausnir fyrir viðskiptavini okkar.
Helstu verkefni:
– greina markaði, t.d. innlenda og erlenda orkumarkaði og þá markaði
þar sem viðskiptavinir okkar starfa
– vinna í þverfaglegu teymi sem metur viðskiptatækifæri á innlendum
og erlendum orkumarkaði og áhrif alþjóðlegra loftslagsaðgerða á
þróun markaða á heimsvísu
– veita almenna ráðgjöf innanhúss, vinna að framsetningu gagna og
eiga í samskiptum við hagaðila
Hæfniskröfur:
– framhaldsnám og reynsla sem nýtist í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar
Sótt er um starfið hjá Vinnvinn
vinnvinn.is
Ert þú glöggur
greinandi?
Starf
hagvangur.is
Ásbrú fasteignir leita að fjármálastjóra, helstu verkefni fjármálastjóra eru
utanumhald fjármála félagsins og dagleg stjórnun skrifstofu. Við leitum
að drífandi aðila sem líkar að sinna fjölbreyttum verkefnum, býr yfir
nákvæmni og skipulagi og hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni
• Yfirumsjón og ábyrgð á bókhaldi og milliuppgjörum félagsins
• Fjárstýring, aðkoma að áætlanagerð og uppgjöri
• Stjórnun skrifstofu og samskipti við leigutaka
• Fjármálagreiningar og framsetning rekstrarupplýsinga
• Skýrslugerð og önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af sambærilegu starfi kostur
• Frumkvæði, skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Nánari upplýsingar veitir:
Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is
Ásbrú ehf. er framsækið fasteignaþróunarfélag
með íbúða- og atvinnueignir. Félagið býður upp
á fjölbreytt úrval íbúða, bæði til sölu og leigu,
fyrir einstaklinga og fjölskyldur á Ásbrú
í Reykjanesbæ.
Fjármálastjóri - Ásbrú fasteignir
4 ATVINNUBLAÐIÐ 11. desember 2021 LAUGARDAGUR