Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 74

Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 74
Fólk ársins er klárlega fólkið sem hefur nennt að standa í röðum í skítakulda til að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér og mæta á viðburði. Máni Við erum öll íhald. Við erum náttúrlega bara mis- munandi „Shades of Grey“ af Fram- sóknar- flokknum, það er bara svoleiðis. Fanney Fanney Birna Jónsdóttir og Máni Pétursson gera upp árið sem senn líður í aldanna skaut. Bólusetningar, MeToo, Bubbi Morthens, Instagram, talningarklúður og plast- pokar er meðal þess sem bar á góma. Enda þótt þau Máni Péturs- son og Fanney Birna Jóns- dóttir hafi sagt skilið við umræðuþættina Harma- geddon og Silfrið í haust gefa þau engan afslátt af skoðunum sínum á samfélagsmálum. Hvað stendur upp úr þegar litið er yfir árið 2021? Fanney: „Rétt eins og síðasta ár hafði Covid mikil áhrif. En það er eins og það sem gerðist, sérstak- lega fyrripart árs, hafi bara gerst í annarri vídd, á annarri öld. Ég man að Kári var í einhverju debatti við sænska sóttvarnalækninn um hvernig okkur myndi ganga að bólusetja þjóðina, hvort það yrði búið fyrir sumarið. Svo eru bara allt í einu flestir þríbólusettir.“ Máni: „Instagram-mómentin sem verða tekin fyrir í Skaupinu eru af bólusetningum og eldgosinu. Það var eins og enginn hefði farið í bólusetningu án þess að hafa deilt því með okkur á netinu.“ Sóttvarnaaðgerðir ... Máni: „Íslendingar elska yfirvaldið og horfa því á þá sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum sem skrítið fólk, þá sem eru að berjast fyrir frelsi. Hún sást í kosningunum, þessi foringjahollusta.“ Fanney: „Við erum öll íhald. Við erum náttúrlega bara mismunandi Shades of Grey af Framsóknar- flokknum, það er bara svoleiðis.“ Máni: „Íslendingar eru allir Fram- sóknarmenn, ef það er eitthvað sem þessar kosningar sýndu okkur, þá er það það.“ MeToo ... Máni: „MeToo-byltingin sem kom upp núna var að einhverju leyti heiftúðugri en fyrri – en það voru líka alveg ástæður fyrir því. Það hafði ekki mikið breyst frá síðustu MeToo- byltingu og fólk er einhvern veginn búið að fá algjörlega fokking nóg.“ Fanney: „Í fyrri byltingunni voru það hópar kvenna sem stigu fram nafnlaust. Þær voru að blamm era heilu stéttirnar: „Sjáið hvað við þurfum að díla við!“ Í fáum tilfellum var einhver nafngreindur. En núna eru þetta konur, að mestu leyti ungar konur, að stíga fram og nafn- greina ákveðna karlmenn sem hafa brotið á þeim. Eðli málsins sam- kvæmt verður það heiftúðugra – en kröftugra að sama skapi.“ Máni: „Þetta verður það. Í fyrstu MeToo-byltingunni voru allir að taka þátt með hasstöggin sín og allt að frétta en síðan var ekkert gert. Þess vegna stöndum við frammi fyrir þessu öllu núna. Og þetta verður ekkert skárra fyrr en ein- hver stjórnmálamaður ákveður að snúa þessari þróun við. Koma því þannig fyrir að hægt sé að ákæra í þessum málum, fá sekt þar sem við á og sýknu þar sem við á.“ Fanney: „Mér finnst rosa leiðin- legt þegar þessu málefni er stillt upp sem einhverjum öfgum. Og guð blessi stelpurnar í Öfgum og alla þá sem hafa talað með öfgafullum hætti í gegnum tíðina. Við værum ekki hér að ræða þetta ef ekki væri fyrir þær. En þú þarft ekkert að vera rosalega öfgafullur til að vera á þeirri skoðun að það séu brotalamir í þessum málaflokki og það hrein- lega verði að gera eitthvað.“ Máni: „Allt þetta dæmi mun á endanum búa til betra samfélag. En stjórnmálamenn á Íslandi virðast uppteknir af einhverju allt öðru. Þeir eru til í að hoppa á alla vagna en gera svo ekki rassgat. Þetta er algjör- lega verklaust fólk. Það er hægt að telja á fingrum annarrar handar það fólk á þingi sem gæti þegið sömu laun úti á hinum almenna vinnu- Töpuð hjónabönd, bólusetningar í beinni og byltingar Þau Máni og Fanney Birna spjölluðu við blaðamann yfir kaffibolla einn desembermorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is markaði. Enda er þetta fólk búið að vera duglegt við að skammta sér hærri laun og það eru bara fimmtán prósent þingmanna á venjulegum launum. Gerandinn er alltaf sökudólgur- inn en má ekki alveg segja að þetta sé líka samfélaginu, stjórnmála- mönnum og lögreglunni að kenna? Reyndar er þetta ekki lögreglunni að kenna nema að því leyti að hún er fjársvelt. Það mætti til dæmis nota þessa 2,8 milljarða sem þing- flokkarnir hafa skammtað sér í það að styrkja lögregluna og rannsóknir á svona málum.“ Fanney: „Það eru margir óbeinir og beinir gerendur í þessum málum. Við öll sem höfum kóað með alls konar hegðun í gegnum tíðina, svo þeir sem viljandi eru að brjóta á konum eða styðja slíka menn.“ Máni: „Þetta er líka vegna þess að samfélagið er svo lítið.“ Fanney: „Já, já, en við getum ekki skýlt okkur endalaust á bak við það.“ Máni: „Nei, nei, við getum ekki gert það. Mér finnst þó skrítið þegar verið er að kalla fólk inn í umræð- una. Það er eins og við eigum öll að vera þátttakendur í allri umræðu og pósta því á samfélagsmiðlum. Við megum alveg hafa skoðanir án þess að opinbera þær.“ Fanney: „Við Máni erum partur af þeim þjóðflokki sem hugsar allt of lítið áður en hann talar. En við biðj- umst þá bara vægðar ef við segjum eitthvað vitlaust. Ég held þó að það sé betra að við tölum og segjum það sem okkur finnst og rekum okkur þá bara á og bökkum, frekar en að hætta því.“ Máni: „Mér þykir leiðinlegt að segja það en ég held að það þurfi 10–15 MeToo-byltingar í viðbót svo fólk nái kjarna málsins. Kannski vegna þess að fólk er meira til í að taka þátt í umræðunni en að gera eitthvað og á ég þá við stjórnendur í þessu landi.“ Fanney: „Í femínískri umræðu erum við líka að tala um vanda- mál feðraveldisins aftur til upp- hafs mannkyns og ég held að alveg sama hvað ríkisstjórnin gerir þá þurf i viðhorfsbreytingin, ekki bara hér heldur alls staðar, að vera svo gríðarleg að þetta er eins og olíutankskip sem snúa þarf við í Panamaskurðinum. Það tekur bara tíma og það er auðveldara að vera þolinmóðari þegar maður er orðinn snemmmiðaldra eins og ég. En ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem ætla ekki að bíða. Von- andi hreyfa þær skipið hraðar.“ Útilokunarmenning ... Fanney: „Mér finnst líklegt að í þessum málum þar sem útilokun- armenning í tengslum við MeToo hefur snert við einhverjum, þá hafi þetta ekki verið þannig undirmáls- fólk að það sé líklegt til að verða undir mjög lengi. Ég held að oftast eigi fólk afturkvæmt í þessu sam- félagi.“ Máni: „Við verðum samt að passa okkur í allri orðræðu. Það er dýrt að taka mannorð einhvers ef hann á það ekki skilið. Við eigum að hugsa það áður en við setjum eitthvað út á netið. Fólk sem slúðrar um annað fólk er upp til hópa drullusokkar. Maður á ekki að tala nema út frá staðreyndum. Ef þessi umræða á öll að fara fram á samfélagsmiðlum erum við aldrei að fara að gera þetta að betra samfélagi. Samfélagsmiðlar ganga út á átakalínur. Viðskipta- módel þeirra snýst um það.“ Fanney: „Á sama tíma og ég er sammála þá held ég að þetta sé svo mikið valdeflingartól fyrir þá sem hafa verið beittir ofbeldi af kerfinu eða persónulega af einhverjum öðrum, til að ná vopnum sínum. Hvíslhringur kvenna hefur virkað sem forvörn og haldið lífi í konum: „Passaðu þig á hinum og passaðu þig á þessum.““ Máni: „Þetta er ekki beint slúður, því þarna er verið að byggja á reynslu.“ Fanney: „Það er ekki alltaf þín eigin reynsla, oft ertu að byggja á reynslu einhverrar annarrar sem getur kannski ekki talað sjálf. Þetta er rosalega grátt svæði. En það þarf að passa að umræðan verði ekki bara þarna og festist ekki í ein- hverjum skotgröfum.“ Máni: „Við eigum ekki að vera í einhverri óvild. Þetta hlýtur að vera eitthvað sem samfélagið þarf að laga. Ég skil ekki að einhver sé eitthvað á móti því að hér ríki rétt- látara samfélag.“ Eldgos í Geldingadölum ... Genguð þið upp að því? Máni: „Nei.“ Fanney: „Ekki ég heldur. Ætli við séum ekki bara tvö eftir?“ Máni: „Ég tók ekki heldur mynd af mér í bólusetningu.“ Fanney: „Ég tók mynd af mér í fyrstu bólusetningu. Ég var svo mass ívt peppuð.“ Máni: „Þetta er eins og flugfreyj- urnar sem voru svo ánægðar með að vera flugfreyjur að þær létu allar taka mynd af sér uppi í hreyflinum. Kannski náðum við svo góðri bólu- setningu hér á landi því allir vildu ná að birta bólusetningarmynd af sér?“ Fanney: „Ég var bara að taka mynd því ég var ógeðslega glöð og hélt að þetta væri þar með búið.“ Máni: „Það skal enginn ljúga því að það voru ákveðin vonbrigði að bóluefnin skyldu ekki hafa virkað og við þurfum bara að bíða í þessu þrjú, fjögur ár á meðan heimsfar- aldur gengur yfir.“ Samkomutakmarkanir ... Máni: „Þegar rafmagnið fór  48 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.