Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 94

Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 94
Víkurhvarfi 6 - 203 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. is www.idex.is Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX Betri gluggar - betri heimili TÓNLIST Miðevrópsk kvikmyndatónlist Kaldalón í Hörpu mánudagur 6. desember Jónas Sen Tónskratti, eða Diabolus in musica, er bil á milli tveggja tóna sem kall- ast stækkuð ferund. Hún þótti óskaplega ljót í gamla daga; þaðan kemur nafnið. Tónbilið er algengt í tónlist sem fjallar á einhvern hátt um öfl myrkursins. Þannig er uppi á teningnum í kvikmynd Romans Polanski, The Ninth Gate. Wojciech Kilar samdi tónlistina og stækkaðar ferundir eru úti um allt. Tónlist Kilars er sjaldheyrð á tón- leikum hérlendis, og því fylltist ég eftirvæntingu þegar ég sá nafn hans á efnisskránni á tónleikum í Kalda- lóni í Hörpu á mánudagskvöldið. Átti maður von á einhverjum spennandi djöfulgangi? Nei, svo var ekki. Það sem hér var f lutt var bara hugljúfur vals úr kvikmyndinni The Promised Land eftir Andrzej Wajda. Tónlistin var þægileg áheyrnar, risti reyndar ekki djúpt, en átti væntanlega ekki að gera það. Eins og nemendahljómsveit Tónleikarnir samanstóðu af lögum úr miðevrópskum kvikmyndum. Kammersveit hljóðfæraleikara spilaði og virtust þeir flestir vera úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Leikur þeirra olli nokkrum vonbrigðum. Fiðlurnar voru ekki alveg hreinar og var það á köflum svo áberandi að það var eins og nemendahljóm- sveit væri að spila. Hljómburðurinn í Kaldalóni hjálpaði ekki, en hann er skraufþurr og hentar því betur raf- magnaðri tónlist. Órafmagnaður söngur kemur alltaf einstaklega illa út þar, sem og fiðlur – líka þegar þær eru hreinar. Tónlistin var engu að síður skemmtileg. Lögin voru eftir Michal Novinski, Attila Pacsay, Krzysztof Komeda, Henryk Wars, Judit Varga, Markétu Irglovu og Glen Hansard. Þau voru fremur keimlík; laglínur voru grípandi og oft angurværar, stemningin brothætt og tregafull. Útsetningarnar voru eftir Zbig- niew Zuchowicz og voru býsna sannfærandi. Þær voru fjölbreyttar og litríkar; mismunandi raddir sam- svöruðu sér ágætlega. Þarna var píanó, slagverk, gítar (í einu lagi) og strengjasveit. Verst hvað fiðlurnar voru ókræsilegar. Besta lagið Markéta Irglova átti langbesta lagið á tónleikunum, The Hill, úr myndinni Once, eftir John Carney. Irglova mun vera búsett hérlendis og er margverðlaunað tónskáld. Hún flutti lagið sjálf, söng einstak- lega fallega og spilaði undir á píanó. Lagið var unaðslegt áheyrnar, ein- falt en dáleiðandi. Hinir vondu strengir voru sem betur fer víðs fjarri. Tónlist í kvikmyndum kemur oft ekki vel út á tónleikum ein og sér. Tónleikarnir nú voru undantekn- ing. Laglínurnar voru svo hrífandi að það var sérlega ánægjulegt. Bara að hljómsveitarleikurinn hefði verið jafngóður. n NIÐURSTAÐA: Frábær tónlist en flutningurinn var misjafn og slæmur hljómburður hjálpaði ekki. Forkunnarfagur söngur bar af Markéta Irglova söng einstaklega fallega, segir Jónas Sen. MYND/AÐSEND BÆKUR Ótemjur Kristín Helga Gunnarsdóttir Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 293 Brynhildur Björnsdóttir Bækur um afturhvarf til náttúr- unnar hafa átt sín blómaskeið í bók- menntasögunni og nú er eitt slíkt mögulega í uppsiglingu, enda kallar samtíminn á lausnir við vanda sem skapast af firringu og aftengingu manns og náttúru, vanda sem gæti kostað okkur framtíðina. Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur gert þetta f lókna samband manns og náttúru að umfjöllunarefni í nokkrum bóka sinna og er skemmst að minnast bókarinnar Fjallaverk- smiðja Íslands sem kom út fyrir tveimur árum, þar sem umhverfis- pólitík var í fyrirrúmi. Hér er róið á aðeins önnur mið. Lukka er þrettán ára og ber nafn sitt ekki með rentu. Hún býr í lítilli kjallaraíbúð með ömmu sinni og Stínu, sem dregur íbúa undirheima Reykjavíkur heim með reglulegu millibili, hún fer sjaldan í skólann því hún er allt of skrýtin fyrir krakkana þar og hennar eina vin- kona er amma Fló sem er nýdáin þegar sagan hefst. Lukka stendur því uppi alein en þó ekki alveg, því amma hennar hefur brugðið á það ráð að útvega henni fóstur á hrossaræktarbúgarði í Skagafirði og þangað er hún f lutt nauðug og í f lóttahug, eins og hvert annað ótamið tryppi. Á bænum kynnist hún dýrum og fólki og finnur jafn- vægi sem hana hefur skort frá því hún man eftir sér. Kristín Helga er löngu búin að stimpla sig inn sem barnabóka- höfundur og hefur einnig sent frá sér skáldsögur fyrir fullorðna. Í þessari bók nær hún að beita ein- stökum frásagnartöfrum, persón- urnar eru heilsteyptar og marglaga og atburðarásin er óvænt og göldr- ótt með kæruleysislegri yfirnátt- úru á köflum. Lýsingarnar á upp- lifun barns á óreglu og óreiðu eru sársaukafullar og að sama skapi eru lýsingarnar á sveitalífinu heillandi og þó kannski megi ætla af þessum fullyrðingum að hér sé á ferðinni dæmigerð sveitarómantík frá miðri síðustu öld þá er fjarri því. Meira er sýnt og gefið í skyn en sagt berum orðum og lesandinn er ekki með allar upplýsingar fyrr en langt er liðið á bókina. Ótemjur er heillandi saga af sársauka, bata og endurreisn sem situr með lesandanum löngu eftir að lestri lýkur. n NIÐURSTAÐA: Heillandi saga af sársauka, bata og endurreisn. Ótamin Lukka Lagið var unaðslegt áheyrnar, einfalt en dáleiðandi. Í þessari bók nær hún að beita einstökum frásagnartöfrum, persónurnar eru heilsteyptar og marg- laga og atburðarásin er óvænt. kolbrunb@frettabladid.is Fimm teikningar er innsetning eftir Gunnhildi Hauksdóttur myndlist- armann, ásamt nýjum blekverkum í sýningarrými MULTIS að Tryggva- götu 21, Hafnartorgi. Fimm teikningar samanstendur af tveim hljóðrásum, skúlptúr og teikningum. Verkið er hluti af röð verka þar sem Gunnhildur vinnur með umbreytingu teikninga yfir í raddskrár. Gunnhildur vann með fimm ungar djasssöngkonur í Lista- háskólanum í Klaipeda í Litháen. Ein söngkona túlkar hverja teikn- ingu fyrir sig. n Fimm teikningar Gunnhildar Gunnhildur sýnir á Hafnartorgi. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Úrslit í ritlistarkeppni Ungskálda 2021 voru kynnt í Amtsbókasafn- inu á Akureyri á dögunum. Fyrstu verðlaun hlaut Þorsteinn Jakob Klemenzson fyrir „Vá hvað ég hata þriðjudaga!“ Í öðru sæti var Halldór Birgir Eydal með „Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt“ og Þorbjörg Þórodds- dóttir hreppti þriðja sætið fyrir verk sitt „Mandarínur“. Alls bárust 52 verk frá 29 þátttakendum í keppn- ina að þessu sinni. Fyrr í haust var haldin sérstök ritlistasmiðja í Menntaskólanum á Akureyri í tengslum við Ungskáld 2021. Leiðbeinendur voru Fríða Ísberg og Halldór Laxness Halldórs- son, eða Dóri DNA. n Þorsteinn Jakob er ungskáld Akureyrar Ungskáldin góðu á Akureyri. MYND/AÐSEND 68 Menning 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.