Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 8
Þeir sem búa fjarri alfaraleið fagna gjarnan komu góðra gesta,
þess vegna er pósturinn hverju sliku heimili aufúsu gestur. Það
er ekki einungis að hann sjálfur flytur fólkinu fréttir og fróðleik,
heldur einnig það, að hann flytur með sér í bréfum og blöðum
fregnir og kveðjur frá fjarlœgum heimi. Lífsmyndin breytist og
bilið styttist. Það er svo margt, sem lesa má milli línanna, en
ekki verður sagt með orðum.
— Þar sem barnsfingur struku um blöðruþang vorlangan dag
og báran hljóðláta kvað sitt fagnaðarlag — þar eiga margir sitt
óðal, þótt þá hafi tekið út og borizt að landi við ókunnar strend-
ur. Og það er þessi dula kennd, sem er undirrót þess, að fólk
frá hinum ýmsu byggðum myndar með sér félög til að geta
komið saman og rifjað upp endurminningar þaðan, sem forð-
um var þess heima.
Hin sama hugsun stendur að baki útgáfu þess ársrits, sem Átt-
hagafélag Strandamanna sendir nú frá sér og hefur gefið nefn-
ið Strandapósturinn.
Það er von þeirra, sem að ritinu standa, að það geti orðið
tengiliður milli fólksins heima og heiman. — Brugðið upp svip-
myndum horfinna tíma og líðandi stundar.
Víst er vandi að standa svo vel að verki sem Strandapóstarnir
forðum og gera eflaust ennþá, en með breyttum tímum mynd-
ast ný viðhorf, og við viljum vona að hér vaxi ungur sproti frá
gamalgróinni rót.
Þ.