Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 12
ELIESER EIRÍKSSON
Elieser Eiríksson „Elli
póstur“ fæddist að Haugi í
Miðfirði 1858. Hann var
einn af 12 alsystkinum, og
auk þess átti hann þrjú hálf-
systkini. Þegar Elieser tók að
sér póstferðirnar, fékk hann
greiddar 35 krónur fyrir
ferðina, frá Stað í Hrúta-
firði að Ámesi í Trékyllis-
vík, síðar hækkaði þessi
greiðsla upp í 40 krónur.
Þegar svo Guðmundur
Pétursson bóndi í Ófeigsfirði
fékk því framgengt að póst-
leiðin var lengd og enda-
stöðin skyldi vera þar, urðu
launin fyrir póstferðina 44
krónur. Hver ferð tók venju-
lega um þrjár vikur, kæmu engar óvæntar tafir eða áföll. —
Pósturinn var skyldur til að taka 60 punda þunga frá Stað, en
fékk greidda 20 aura fyrir hvert pund, sem þar var umfram.
Kona Elieser var Þuríður Einarsdóttir, ættuð úr Steingríms-
firði. Þau hjónin áttu 6 börn og voru fremur fátæk. Mun það
meðal annars hafa orðið þess valdandi að hann réðist til póst-
ferðanna.
Elieser var glöggur og góður ferðamaður, og lét ekki ill veður
hamla ferðum sínum. Einhverju sinni var hann um það spurður
hvort hann hefði aldrei orðið veðurtepptur.
„Aldrei í byggð — aldrei í byggð,“ svaraði Elieser.
Hann hafði póstferðirnar á hendi um 25 ára skeið, eða fram
til ársins 1918.
Elieser Eiríksson
10