Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 15
Benedikt Benjamínsson og síðustu hestar hans.
dalsá, og þær varð maður að vaða, því að í mörgum þessum
ferðum var alls ekki hægt að koma við hesti. Þó hefði sjálfsagt
mátt gera það oftar, ef launin hefðu verið það rífleg, að tök
hefðu verið á að greiða fyrir aðhlynningu á hesti. En fyrir ferðina
frá Ófeigsfirði að Stað fékk ég þá greiddar 45 krónur.
Þótt því verði ekki neitað, að þessar ferðir voru oft mjög erfiðar,
þá urðu þær léttbærari vegna hinnar vinsamlegu viðkynningar
við fólkið. Maður var alls staðar boðinn velkominn sem aufúsu-
gestur, og hefði það ekki verið, þá hefði stritið stundum orðið
næstum því óbærilegt.
-— Hvað heldur þú að byrði þín hafi venjulega verið þung?
— Hún var nú sjaldan vegin þegar kornið var á leiðarenda,
en einu sinni lagði ég af stað frá Stað í Hrútafirði með 80 pund
-— fékk ég þá greidda 20 aura fyrir hvert pund umfram 60
pundin, sem mér var skylt að taka.
— Eitthvað hef ég um það heyrt, að þú hafir stundum þurft
að bæta allverulega við byrði þína á Hólmavík, meðulum frá
lækni, sem fara áttu í norðurhluta sýslunnar.
13