Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 19
— Þá skal ég segja þér mína skoðun á því máli. Það er
vegna þess fyrst og fremst, að Strandapósturinn var maðurinn,
sem allir hlökkuðu til að fá á sitt heimili. Ekki eingöngu vegna
þess að það var Elieser Eiríksson, Benedikt Benjamínsson eða
Jóh. Karl Hjálmarsson, sem voru á ferð, þótt þið allir væruð
vinsælir og greiðasamir menn, sem stækkuðu þennan þátt lífs-
myndarirmar í sögu byggðarinnar. — Heldur vegna þess, að
posturinn kom með framandi heim til fólksins — fréttir, sem
hann hafði heyrt á ferðum sínum, og bréf og blöð frá fjarlæg-
um héruöum.
— Hvað heldur þú að þær hafi verið margar, ungu stúlk-
umar, sem biðu með óþreyju eftir komu póstsins, ef þær áttu von
á bréfi frá honum góða sínum, sem ef til vill var á vertíð suður
með sjó?
— Jú, þær vom án efa margar og fyrir kom að slík bréf voru
ekki svo langt að komin, og maður gat í góðu tómi lætt þeim
í lófa viðtakanda svo lítið bar á — þessu var maður ekki að flíka
út í almenning, en hlaut oft blítt bros að launum.
— Mér hefur stundum dottið í hug, að pósturinn hefði leyfi
til að vera ofurlítið syndugri en aðrir menn, ekki þó að ég
sé að gefa í skyn að þú sért það, Benedikt minn — heldur vegna
þess, að þið hafið gert meira fyrir fólkið en aðrir menn.
— Ég veit ekki, maður gerði eins og maður gat. —• Mér
fannst ég finna ánægju í því að vera maður fólksins.
— Þú segir það áreiðanlega satt, Benedikt, enda vom vin-
sældir þínar enginn orðaleikur í munni fólksins.
JÓHANN KARL HJÁLMARSSON
Jóhann Karl fæddist að Karnbi í Árneshreppi 25. júlí 1887.
Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir og Hjálmar Guðmunds-
son. — Eins og fjöldi alþýðumanna þess tíma, var hann borinn
til þeirra erfiðu lífskjara, sem þálifandi kynslóð varð að búa við,
og í uppvextinum lærði hann að skynja það, að því aðeins var
17