Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 20
Jóhann póstur á hestum sínum, Létti og Spilanda.
möguleiki til sjálfsbjargar, að tengt væri saman afl huga og hand-
ar og vel unnið hvem dag. A þessum sannindum byggði hann
ævistarf sitt til hinztu stundar.
Þrautseigja, samvizkusemi og dugnaður í starfi vom eigindir,
sem hann átti í ríkum mæli. Lífssaga hans var baráttusaga al-
þýðumanns. Saga þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa frá
störfum í hinum afskekktu byggðum þessa lands, og hefur aðeins
á efri árum komizt í snertingu við þau lífsþægindi, sem fram-
tíðin gerir kröfu til og væntanlega fær við að búa. —
Þessar eigindir x fari Jóhanns urðu honum mikill styrkur, þeg-
ar hann tókst á hendur póstflutninga í norðurhluta Strandasýslu,
þar vom víða torfærar leiðir, lítt kleifir fjallvegir og brimlúðar
klakaðar fjörahleinar.
Þá voru þær ekki fáar ferðimar, sem hann fór, ef neyðartil-
felli bar að höndum og skyndilega þurfti að leita læknis.
Það mun mál manna, sem nutu starfs Jóhanns Hjálmarssonar
eftir að hann var orðinn póstur, að á hverjum bæ varð hann,
18