Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 25
til mergjar, að þá voru rök Sigvalda svo sterk, að fáir treystust
í móti að rriæla.
Ég, sem átti því láni að fagna að vera samstarfsmaður hans
fyrstu mótunarár Átthagafélags Strandamanna, þekktí ef til vill
manna bezt, hvers virði hann var félaginu. — Hve heill og
trúr hann var hverju því máli, sem hann taldi varða hag þess
og heiður.
Sigvaldi var einn þeirra manna, sem vildi í öllu vammlaus
vera.
Ég hef stundum varpað því fram í ræðu og riti, að gott
væri hverjum að vita vel og muna hvar rætur hans standa.
Ég hygg, að Strandamannafélagið geti ekki hvað sízt rakið styrk-
leik sinnar rótar til starfsemi Sigvalda Kristjánssonar, enda þótt
hann héldi ekki uppi hávaðasömum málflutningi, en hógvær
og brosmildur bæri jafnan sigurorð í hverju góðu máli.
Nú er Sigvaldi allur. Engan mun hafa órað fyrir því að svo
„skjótt mundi sól bregða sumri“.
Hann var gæfumaður, átti góða konu, Sigríði Vigfúsdóttur frá
Flögu í Skaftártungu, og mannvænleg börn. — Víst er missir
þeirra mikill — en minningin er ljúf.
Svo lengi sem Átthagafélag Strandamanna stígur traustum fæti
á jörð og hugsar til ættarslóða — mun Sigvalda Kristjánssonar
verða minnzt. — Þ. M.
23