Strandapósturinn - 01.06.1967, Qupperneq 29
þegar komið er heim úr tröðinni. Fyrst var: fremra búr, þá
suðurstofa, bæjardyr, norðurstofa, skemma, hjallur, smiðja og
þinghús. Gegnt þinghúsinu stóð vindmyllan á hól, sem bar dálítið
hærra. Milli allra húsanna var veggur, en annars þilstafn upp-
úr og niðrúr, nema á hjalli, sem opinn var í báða enda neðan
lofts.
Meðfram húsaröðinni var stétt um það bil 2 álna breið, lögð
stórum hellum, þá var „hlað“ lítið eitt breiðara, tók svo við
grindverk framanvið jafnlangt húsaröðinni, á því var hlið með
grind á hjörum, gegnt bæjardyrum. Féll svo grænn og sléttur
hlaðvarpinn þar fast að.
Gluggar voru á öllum stöfnum uppi og niðri, nema hjalli eins
og áður er sagt. Tveggja rúðu gluggar uppi og niðri utan við
dyr, nema á stofunum, sem voru sex rúðu gluggar og stór á
suðurstofu. Torfþak var á öllum húsunum. Að baki þessara húsa
var baðstofa og eldhús er sneru þvert fyrir. Baðstofan var allt
að 18 álna löng — tæp 6 stafgólf, 6 álna breið, portbyggð.
Gluggar voru á þekju yfir hverju rúmi á suðurhlið. Rúm með-
fram hliðum, tvö í hverju stafgólfi, nema fyrir suðurstafni voru
tvö þverrúm og eitt við „uppgang“, alls 12 rúm. Undir baðstofu-
lofti voru þrjú hús, eitt þvert yfir suðurendann, en tvö yfir hálfa
breidd, því móti var stigi upp á loftið og nokkuð gólfpláss um-
hverfis hann. En þvert yfir norðurenda var búr. Birta í þessi
hús kom úr gluggum er sátu í tóftum á útvegg baðstofunnar.
I eldhúsinu voru fjögur hlóð á miðju gólfi, á því voru tveir
háir strompar, með „skjóli“ á er snerist eftir áttum.
Stofur, bæjardyr og fremrabúr voru öll þiljuð í „hólf og
gólf“, loft var í öllum húsum nema smiðju.
Það mun sumum sýnast, að húsakostur hafi verið þarna all-
ríflegur. En þess er að gæta, að öll stærri heimili voru mann-
mörg, og allan kaupstaðavarning varð að draga að sér einu sinni
á ári, eða því sem næst. Fiskifangi var safnað til vetrarins, ull
tekin frá til tóskapar, rekaviður sagaður í húsi o.fl. Þau urðu
líka nokkuð löng „skömmtunartímabilin“ á hörðu árunum,
þegar „siglingin“ kom ekki fyrr en með slætti eða seinna.
Til þess að sýna að allt húsnæði var notað í það ítrasta innan
27