Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 31
önnur hús, er þá skemma næst. Mikinn hluta skemmunnar
niðri tekur stór kornbirgða, er nær frá gólfi næstum til lofts.
Hún er þiljuð í sundur í tvö misstór hólf, var hið stærra haft
fyrir rúg, en í hinu voru grjón og bankabygg.
A framhlið hennar voru lausar fjalir, sem rennt var í gróp,
svo hægra væri að ná úr henni, þegar lækka tók. í horni við
dyr var handkvörn. Með veggnum gegnt korngeymslunni sitja
saltketstunnur og er gengið inn með þeim inn að gafli, þar lá
stigi upp á loftið. Þar var geymd mjölvara, einnig riklingur og
annað fiskmeti, sem bezt var tahð.
I hjahi niðri var þvottur hengdur á stög og rár, en á lofti uppi,
sem skipt var í tvennt, var í innra plássi harðfiskur og hákarl,
en amboð, reiðingar og þess háttar í því fremra. í smiðjunni var
smíðað allt er þurfti til heimilis. Er þá aðeins eftir þinghúsið,
sem aldrei var haft til þinga eða fundarhalda. Þar var reitt
kofa á sumrin, hristur dúnn o. fl., en að vetrinum voru teknar
fjalir úr miðju loftinu, og viður sagaður þar með tvískeftu, er
þá annar sögunarmaðurinn uppi en hinn niðri.
Hefur þá verið skyggnzt um öll hús nema smíðahúsið litla í
bæjardyrum, þar sem „húsbóndinn“ dvaldi öllum stundum.
Blindur beitti hann bæði sög og öxi svo að fá dæmi munu vera
til. Það var svo margt merkilegt um þann mann. — Sú saga verð-
ur ekki sögð hér. —
Þar sem svona vel var húsum skipað, voru þeir umfangs-
miklir þessir gömlu bæir og svipmikið heim til þeirra að líta,
þar sem þeir stóðu með traustum veggjum, grónum þökum og
hvössum burstum. Eins og vaxnir upp úr umhverfinu. Þótt þeir
mundu ekki taldir hentugir eins og búskaparháttum er nú komið,
hafði þó þessi byggingarstíll þróazt í gegnum aldirnar með þeim
efnivið og tækni, sem kynslóðirnar áttu kost á.
Mér hefur verið Ijúft að rekja þessi gömlu spor um bæinn,
þar sem ég tróð barnsskóna og óx upp úr unglingsflíkunum.
Það er margs að minnast, þó segja megi, það sé samansafn af
smámunum einum. Þessi kyrrlátu sveitaheimili hafa verið hvert
öðru lík í fábreytni sinni. Þó hefur hver bær haft sína sögu.
Skáldin hafa kveðið um önn fólksins á kvöldvökunum, þar er
29