Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 33
JÓHANN HJALTASON:
Strandasýsla
i.
„KRÖPP ERU KAUP--------------
Strandasýsla liggur öll
meðfram Húnaflóa að vest-
an, frá fjallinu Geirhólmi og
Geirólfsnúpi á Ströndum inn
til Hrútafjarðarár í Hrúta-
firði og Holtavörðuheiðar.
Nyrzti hluti sýslunnar, inn
til Bjamarfjarðar hins syðra,
er að landslagi og gróðurfari
dæmislíkur Homströndum,
sem er yzti kjálki Vestfjarða.
Að vísu eru menn ekki á
eitt sáttir um það, hvað sá
jaðar landsins, sem kallaður
er Hornstrandir nái yfir vítt
svæði. I lýsingu Islands telur
Þorvaldur Thoroddsen eðli-
legast, að það nafn feli í sér
alla strandlengjuna frá fjallinu Rit við ísafjarðardjúp og austur
fyrir Hombjarg inn til Reykjaneshyrnu á Ströndum. Aldrei mun
þó almennt hafa verið svo talið. En hinu verður eigi mótmælt, að
landslag og gróðurfar er sviplíkt á þessu svæði öllu, og eiginlega
mun lengra inn Strandimar, eða allt inn til Trékyllisheiðar,
Balafjalla og Bjarnarfjarðar hins syðra, eins og fyrr er sagt.
Fjöll em þar há og sæbrött, gróðurlítil og skriðurunnin með
hamra í brúnum. Byggðin er strjál víðast hvar og flestir bæir
31