Strandapósturinn - 01.06.1967, Qupperneq 34
nálega á sjávarbakkanum eins og annars staðar á Vestfjörðum,
þar sem mest megnis er byggt með ströndum fram vegna þess,
að um stóra dali eða annað byggilegt uppland er ekki að ræða.
Gróðursælasta sveitin og búsældarlegasta á þessum slóðum er
Trékyllisvík. Þar er undirlendi nokkurt með sjó fram, og myndi
þó ekki mikið þykja í frjósamari sveitum. Hinum kalda Oræfa-
svip þessa landshluta, sem lítt mun hafa breytzt í þúsund ár,
er lýst af tilfinningu í vísu Onundar tréfóts, landnámsmanns,
er svo kvað:
„----kröpp eru kaup ef hreppik
Kaldbak, en ek læt akra.“
Þá er inn dregur á Strandir, sunnan Trékylhsheiðar, minnkar
og mýkist svipur Vestfjarðahálendisins í ásýnd landsins. Gróð-
urinn eykst, fjöllin lækka og undirlendi verður meira. Grunnir
dalir ganga víða alllangt til fjalla, og eru þar hin beztu beitar-
og afréttarlönd fyrir sauðfé.
Um miðbik sýslunnar gengur Steingrímsfjörður inn í landið
til norðvesturs. Hann er þar mestur fjarða og ganga upp frá
botni hans tveir byggilegir dalir, með mörgum bæjum, er sumir
hafa farið í eyði á síðustu árum. Frá öðrum fjörðum minni ganga
og byggðir dalir inn til landsins, en hvergi er þar þó mjög langt
til sjávar.
Með ströndum fram eru víða eggver og dúntekja í eyjum og
hólmum, en selveiði bæði innfjarða og á útskerjum. Meðal mestu
og beztu varpeyjanna er Amesey í Trékyllisvík, sem fyrrum hét
Trékyllisey, og Broddaneseyjar á Kollafirði auk margra fleiri
eyja og lítilla varphólma, einkum á Bjarnarfirði og Steingríms-
firði.
Langstærsta ey sýslunnar er Grímsey á Steingrímsfirði.
Hún var fyrr eign Skálholtsdómkirkju og sérstakt lögbýh, metin
XII hundmð að dýrleika.
Þá var búið í eynni og eggver og dúntekja þar að góðu gagni.
Þegar svo eignir Skálholtsstóls vom seldar, árið 1791, lagðist
eyin undir Bæ á Selströnd. Af og til bjó þó húsfólk í eynni,
32