Strandapósturinn - 01.06.1967, Qupperneq 35
allt fram yfir s.l. aldamót. Eftir það var hún gerð að uppeldisstöð
fyrir refi og eyðilagðist þá æðarvarpið að mestu eða öllu leyti.
Síðan refaeldi þar var hætt hefur það þó eitthvað komið til á ný.
Framan af þessari öld, meðan enn var róið til fiskjar á árabátum,
var í eynni verstaða á haustum.
II.
„FERJAN ÚTEANDANNA“.
Ganga má að því sem gefnu, að á sögu- og þjóðveldisöldinni
hafi víða í sýslunni, þar sem vel hagaði til í víkum og fjörðum,
verið almennir verzlunar- og kaupstefnustaðir, svo sem á Borð-
eyri, Skeljavík, Reykjarfirði og sennilega víðar, þó að ekki fari
miklar spurnir af því. Á miðöldum munu og Englendingar og
síðar Þjóðverjar hafa siglt á ýmsa firði sýslunnar í verzlunar-
erindum. Með einokunarverzluninni í byrjun 17. aldar tókust
þær sighngar af með öllu. Þá voru löggiltar aðeins tvær hafnir
við Húnaflóa, Höfðakaupstaður á Skagaströnd og Kúvíkur í
Reykjarfirði. Til Borðeyrar neituðu einokunarkaupmenn að sigla
og báru við óhreinni skipaleið inn Hrútafjörð, ásamt íshættu.
Þetta olli sýslubúum geysilegum erfiðleikum, því að ekki var nóg
með það, að aðeins ein höfn nyrzt í sýslunni væri ætluð héraðs-
búum til viðskipta, heldur skeði og oft jafnvel svo að árum skipti,
að engin sighng kom til Kúvíkna. Hafnirnar við Húnaflóa voru
jafnan leigðar saman, einum kaupmanni, og eitt skip látið sigla
á þær báðar. Kúvíkur voru skoðaðar sem úthöfn frá Höfða-
kaupstað, því látnar mæta afgangi og alls ekki siglt þangað
þegar skipið var seint fyrir. Ef kaupmaður hafði spurt, að fisk- og
hákarlsafli væri lélegur á Ströndum, svo að þaðan væri lítil von
skreiðar og lýsis, þá var hann ekkert að eltast við Strandamenn,
því að án þess fékk hann nóg af landbúnaðarvöru og prjónlesi
i heimahöfninni, Höfðakaupstað. Þó að íbúar héraðsins, einkum
i norðurhreppunum, hafi vafalaust bætt sér aðflutningsleysið
3
33