Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 44
Úr minnmgum Gísla Guðmundssonar
ira Irjogri
Skrásett af Þorsteini Matthíassyni
Þessir þættir, sem hér eru
sagðir, eru hvergi stórbrotn-
ir að efni né orðavali. Þetta
eru aðeins brot úr lífi al-
þýðumanna, sem farið hafa
slóðir hins vinnandi fjölda,
og sagðir á sinn hátt. Spor
þessara manna mást út í
sandinn, þegar þeir eru allir.
Minning þeirra er hvergi
mótuð í leir eða meitluð í
klett, en lifir þó í innstu lífs-
vitund þeirrar þjóðar, sem
á allt sitt undir samstilltu
starfi huga og handar í bar-
áttunni við veður válynd, og
ef til vill ránklær handan
um höf.
Það er stillt og rólegt vetrarkvöld. Ys dagsins er hljóðnaður.
Steingrímsfj örður lygn og sléttur glitrar í mánaskininu. Hvít-
faldaðar línumjúkar hæðir beggja megin fjarðarins varpa breyti-
legum skuggum í djúpið.
Ég sit við skrifborðið mitt. Beint á móti mér situr gamall mað-
ur. Hann er hvíthærður, en andlit hans sviphýrt og brosleitt, þrátt
fyrir rúnir þær, sem aldur og erfiðleikar hafa þar skráð. Hér er
öldungurinn Gísli Guðmundsson frá Gjögri við Reykjarfjörð,
kominn um langa vegu, til þess að gefa mér kost á að skyggnast
Gísli Guðmundsson
42