Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 47
Séð yfir Trékyllisvík. Urðartindur til vinstri.
Þar sem nú hafði brugðið mjög til bata með veðráttu, vildi
Guðmundur Pálsson freista þess að fara í fiskiróður. Hrognkelsi
höfðu eitthvað veiðzt þá dagana áður og einnig vissi hann, að
eitthvað mundi vera í netum, sem lögð höfðu verið utan við
Kjósarrifið, en þá var alsiða að nota hrognkelsi til beitu og gafst
vel.
Það var svo nótt eina, þegar Guðmundi leizt veður tryggilegt,
að hann vekur syni sína, biður þá hafa hraðann á og sækja beitu
út í net. Þeir bræður brugðu skjótt við, og er þeir höfðu farið í
netin, var hafizt handa með lóðabeitinguna og henni lokið snemma
morguns. Var þá strax búizt til sjóferðar.
Bátshöfnin var: Guðmundur Pálsson, synir hans tveir, Gísli
og Sörli, Gísli eldri, sem fyrr er nefndur, og tvær konur. Önnur
þeirra Pálína dóttir Guðmundar. I þá daga var það ekki óvenju-
legt, að konur sæktu sjó jafnt sem karlar, ef með þurfti.
I logni og blíðviðri var róið út Reykjarfjörð og austur af Barmi,
fram á ljóst Bæjarfell (þ.e. þegar fellið, sem er utarlega á skagan-
um milli Bjarnarfjarðar og Steingrímsfjarðar, kemur fram undan
Kaldbakshorni). Þarna voru lóðimar lagðar.
Þegar búið er að leggja, taka bátsverjar eftir því, að eitthvert
45