Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 48

Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 48
missmíði flýtur á sjónum lengra í austur að sjá. Nú fýsir þá að vita hvað þar væri um að vera og verður því að ráði að róa þang- að. Kemur þá í ljós, að hér er á reki tré eitt mikið, og það svo stórt, að ekkert þeirra, sem á bátnum voru, hafði áður þvílíkt séð. Var því augljóst, að hér var um góðan feng að ræða, en jafnframt að nokkrum erfiðleikum mundi bundið að koma honum til lands. Eftir var að draga línuna, og með tréð í togi mundi það reynast erfitt, enda þótt gott væri veður. En það fólk, sem hér var á ferð, var vant að halda hlut sínum, væri þess nokkur kostur, og spara til þess ekkert. erfiði, var því spýtan tekin, fest aftan í og svo róið upp að dufli. Þegar farið var að draga, reyndist ágætur afli á lóðinni. Þegar á daginn leið hvessti nokkuð af norðri, þyngdist þá til muna róðurinn, og varð andófið erfitt, því dróg sú, sem bundin var í bátinn var ekki létt í meðförum. Allar náðust þó lóðirnar og var þá haldið til lands, og tók sú ferð 16—17 tíma, en sjóferðin öll nálega hálfan annan sólarhring. Enda þótt það væri lítt á orði haft, var skipshöfnin mjög þreytt, sérstaklega þeir bræð- ur, sem ennþá voru lítt harðnaðir, munu þeir hafa orðið mat sínum fegnir þegar í land kom, því ekki hafði verið gert ráð fyrir svo langri útivist, þegar látið var 1 nestismalinn. Þegar bátur- inn kom í ljósmál frá þeim vegagjörðarmönnum í Háafellsdal, þótti þeim sonum Guðmundar Pálssonar, sem þar voru, hægt skríða. Höfðu þeir það að gamanmálum, að vel mætti á því sjá, hve mjög mikið skorti á það, að þeir bræður, Sörli og Gísli væru til manns komnir. En þegar þeir komu á fjöruna að kveldi, og sáu hið mikla tré er þar lá, og fréttu hið ljósasta af sjóferðinni, sýndist þeim, sem ekki þyrftu þeir að amast við frændsemi bræðra sinna. Spýta þessi var mesta tré, sem komið hafði á rekafjöru á Strönd- um í minnum elztu manna, og var jafnan síðan kölluð Kjósar- spýtan og við hana miðað hvert það tré er síðar kom á fjöru og nokkurs þótti vert. II. Hlíðarhúsafjall og Urðartindur heita fjöllin milli Meladals og Norðurfjarðar, eru þau hrjóstug mjög og Urðartindur með stuðla- 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.