Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 51
JÓHANNES JÓNSSON
FRÁ ASPARSVÍK:
Gömul þjóðsaga
Hlusta þú einn í húmsins ró
á hljóðlátan sagnanið
um fólk er á litlu býli bjó
við brotnandi ölduklið,
á sorgir og gleði, sök og neyð
og svipi er reika um grund,
á vættir er magna svartan seið,
ef sótt er á þeirra fund.
Ennþá er til mörg óskráð sögn
um ástir og leynimorð,
um fólk, er skapaði ferleg rögn,
um fjandskap og heiftarorð,
um hefndir þess dauða, heljar neyð
um hatursins voðabál,
um níðings eitraðan norna seið,
um náhljóð frá djúpsins ál.
Fátæk ekkja á býli bjó,
bónda hennar ægir tók.
Bærinn stóð aleinn út við sjó,
íshafið nesið skók.
Hún átti einn son, er hún unni heitt,
hann var aleigdn dýrust og bezt.
Hún gaf honum allt, er gat hún veitt,
hann var goð, er hún elskaði mest.
4
49