Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 53
Nú bjó þar einn bóndi í næði,
er bæði var digur og hár.
Menn vissu ekki afl hans i æði,
hann oftast var þungbrýnn og fár.
Ötull og ýtinn í verki,
afburðamaður í raun.
Auknefni átti „hinn sterki“
en illyrði fékk hann á laun.
Hann átti sér indæla konu,
er oft vildi bæta hans lund,
dætur og djarflega sonu,
er daglega vöxtuðu hans pund.
Af sveinum bar Sölvi hinn prúði,
en Signý var fegursta mær.
í örlátum æskunnar skrúði,
öllum voru þau kær.
Árin svo óðfluga runnu
út á tímanna sjó.
Systkinin uxu og unnu,
æskan í brjósti þeim hló.
En örlagavef þeirra vefa
viðsjálar dísir með leynd,
misjafnar gjafir þeim gefa,
gallaðar sumar í reynd.
Hátt í bergsins hamrastöllum
hiklaus gengur fögur mœr,
býður voða byrginn öllum,
bjargsins rætur skolar sær.
Fénaðinn hún ötul eltir
út á hamra tæpan stig.
Hrœddur rakki hátt þá geltir,
hér má æskan vara sig.
51