Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 54
Ekki lengra er unnt að halda,
aftur snúa hlýtur þá.
En hvað mun illum kynjum valda,
kemst hún ekki háska frá.
Hengiflugið henni vekur
hroll, en kjarkinn missir ei.
Um bergsnös föstu taki tekur,
tœp er staðan ungri mey.
I sárri neyð þá Signý lendir,
sér hún enga bjargarleið.
Ljós þar virtist ævi endir,
œsku lokið þroska skeið.
Má sig hvergi mœrin hræra,
mörg er viðsjál lífsins rún.
Eigi má hún fet sig fœra,
fest er hönd á syllubrún.
Allskammt þaðan ötull tefur
œskumaður Koti frá,
að hennar ferðum gætur gefur,
glöggt má hennar vanda sjá.
Með fimi og hreysti fjallið klífur,
farin stytzta leið þar var.
Bera hönd til blóðs hann rífur
bergs við snasir egghvassar.
Tókst að leysa úr voðans vanda
væna mey á hættuslóð.
Neytti vits og hraustra handa,
hulin kviknar ástarglóð.
Hendur lagði um háls á sveini,
heitum kossi þrýsti á vör.
Meyjarblóminn bjarti hreini
bezt svo þakkar hættuför.
52