Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 56
Eitt sinn bóndi út á reka,
ötull hélt um morgunstund.
Logn var á, en brim á breka,
björt var fallin mjöll á grund.
Að bænum spor þar liggja lítur,
létt þau rekur hellis til.
Af vondsku œði varð hann hvítur,
vissi brátt á öllu skil.
Engan vita af því lætur,
ill nú hugsa vélráð skal,
eftir vöku einnar nætur,
ákveðinn að drepa hal.
Njósn um meyju nánar tekur,
næsta þegar þegar ætti fund.
í hans brjósti illskan vekur
ógn og grimma heiftarlund.
Kvöld eitt síðla vís þess verður,
víkur Signý bænum frá.
blíð og saklaus baugagerður
bezta vininn hitta má.
Beittan hníf þá bóndi tekur
og broddstaf yddan skemmu í.
Hljótt þar slóðir hennar rekur
hugarbrjálað vondsku þý.
Framhjá skúta læðist leiður,
lymskufullur glœpaþjón.
Út á hamra arkar greiður,
æskumanni vinna tjón.
Á syllu mjórri leiðin liggur,
létt á ferðum hafa gát.
Ungum sveini argur hyggur,
illa gera fyrirsát.
54