Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 57
Einn á leið frá ástafundi
ungur sveinn um hamra fer.
Öskur hátt í eyrum dundi,
yddur broddur holdið sker.
Með feiknakrafti fram af hrýtur,
fékk því valdið níðings mund.
Fallið háa beinin brýtur,
blóðið rann úr djúpri und.
Helsærður þar halur liggur,
heiftin bónda var ei smá.
Gerði að meira, margur hyggur,
murkar höfuð bolnum frá.
Ut í brimsins öldufalda,
ýtir dáins leifum fljótt.
Ömurleg í austan kalda
yfir færist heldimm nótt.
Af ástafundi heim sér hraðar,
hýrust mey til bæjar fer.
Á nœsta leiti nemur staðar,
næturkyrrðin rofin er.
Stirðnar fyrst af hræðslu hrundin,
heljar öskur barst um geim.
Skörp var komin skapastundin,
sköpuð örlög hjörtum tveim.
Út á hamra flýtir ferðum,
fljóði háski búinn er.
Óttdns farg á ungum herðum,
innra kvíði hjartað sker.
Hélt að vinur hefði kœri,
hrapað fram af tæpum stall.
Hugðist Ijúfum, lífs ef væri,
líkna eftir heljarfall.
55