Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 58
Móti henni maður kemur,
má þar kenna föður sinn.
Við dótturina svör hann semur:
Sjáðu hér er friðill þinn.
Blóðugt höfuð henni fœrir,
hún þá skilur örlög grimm.
Ólífis þar sári scerir,
sjónir byrgja helský dimm.
Fljóðið unga féll á grundu,
feiknir slíkar þoldi ei.
Hugarþekk og hýr í lundu,
hlaut þar bana yngismey.
Elskendanna ungu hjörtu,
ástarheitu kœrleiksþrá,
sameinuð og saklaus hjörtu,
sundur skilja ekkert má.
Kenndi ótta, að henni hyggur,
hann er reiði þunga bar.
Dóttirin þar dáin liggur,
djúp í hjarta sorgin skar.
Líkið hóf á hrausta arma,
hrundu tár af hvassri brá.
Sá að öðrum ætlar þjarma,
afleiðingum taka má.
í kotinu vakir kvíðafull ein
kona og sonarins bíður.
Móðurumhyggjan mild og hrein,
mælir tímann, sem líður.
En tíminn leið, og vonin svo veik
vék fyrir sorgar tárum.
Að síðustu brotnaði hin aldna eik
örþreytt af lífsins sárum.
j