Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 59
Förumaöur þar fór um strönd,
í fjörunni lík var rekið.
Menn þekktu það strax af hring á hönd,
en höfuðiö af var tekið.
Og stunga í siðu þess sýndi bert,
að sárið af mannavöldum
væri, því likið var lítið skert
af leið þess í sœvar öldum.
Það moldu var ausið við móður hlið,
minningin heldimm vakir.
Þeim fátœka enginn lagði lið,
lágt fara ríkra sakir.
Með hryllingi hvísluðu höldar þar,
en hátt um það engir sögðu.
Og af því sökin svo augljós var,
allir í sveitinni þögðu.
Haustmyrkur byrgir haf og grund,
hrynur brimskafl við strönd.
Stormurinn hljóðnar um hœð og sund
sem haldi niðri í sér önd.
Um útnes og hamra hraðar för
hugþrúður traustur sveinn,
í sþori léttur og lundin ör,
hann leitar að fénu einn.
Að hellisskúta hann leggur leið,
lítur þar furðusýn.
Þar inni sat blómið af œttarmeið:
Hví ertu hér systir mín?
Eg bíð hér vinar hann kemur í kvöld,
kœrleikann enginn fœr deytt.
Hér dveljum við sœl við ástareld,
því örlögin fá ekki breytt.
57