Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 60
Því nœst settist við hennar hliö
höfuðlaus kotungssveinn.
Sölvi þar hlaut aÖ hafa bið,
hér var hann ráðalaus einn.
Nú skildi hann allt, er áöur var,
svo óskýranlegt og hljótt. ,
Þaö allt fyrir sálarsýn hans bar
þá sorglegu heljarnótt.
Um blóöugt höfuÖ þar björt og hrein
blíölega höndum fer,
setur á háls á horskum svein
og hallar aÖ brjósti sér.
Svo kysstust þau mjúkt og munarblítt,
mild eru dauðra kjör.
Nú frjáls þau voru viö faðmlag hlýtt
og fögur brosin á vör.
Ofraun varö þaÖ ungum sveini
örlög kœrra vina sjá.
Sviptur viti, mest aö meini,
myrkravöldin hugann þjá,
út viö skúta oft hann dvaldi,
eegileg var sorg og stríö.
Minninganna voöavaldi
var hann bundinn alla tíö.
í eyÖi fór bærinn á útnesi þar,
ennþá má tóttir líta
af býlinu forna, er forðum var
af fátækum reynt aö nýta.
Sagan er geymin, því gleymist ei,
grimmúögur örlagavefur,
er saman ófst þar um svein og mey,
sýn til hins liöna gefur.
58