Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 63
suðvestan. Til austurs er víkin opin og sér út til hafs og austur
um Húnaflóa til Skagastrandar.
Skammt innan við víkurbotninn er veiðisælt silungsvatn með
stuttu affalli til sjávar. Vestan víkurinnar, norðan undir Kald-
bakshorni, stendur bærinn Kleifar. Þar er nú ekki byggð lengur,
og allt virðist benda til að þegar séu báðum víkurbæjunum ráð-
in sömu örlög.
Skammt norðan við mynni Kaldbaksvíkur gengur framhlaup
úr fjallinu hátt og hryggmyndað, er kallast SPENI. Hér eru mörk
tveggja nyrztu hreppa Strandasýslu, Kaldrananeshrepps að sunn-
an og Ámeshrepps að norðan.
Á síðustu tugum 19. aldar og nokkuð fram eftir þessari öld
bjuggu í Kaldbak hjónin Guðjón Jónsson og Sigþrúður Sigurð-
ardóttir. Þau bjuggu þar allan sinn búskap allt til æviloka og
eignuðust 13 böm.
Svipmynd þá, sem hér fer á eftir, hef ég dregið eftir frásögn
Sigurðar Guðjónssonar, en hann er elztur þeirra Kaldbaks-
systkina og veit því gjörla um lífshætti heimilisins. Það má öll-
um ljóst vera, að á þeim tíma, sem Kaldbakssystkinin uxu úr
grasi, var það ekki auðvelt að sjá svo stórum bamahóp fyrir
nauðsynlegum lífsþörfum, enda mun vinnudagurinn oft hafa
verið langur og stundum þurft að leggja nótt með degi.
Lögð var á það megináherzla að lifa á því sem aflað var til
sjós og lands.
Kaldbakur var á þeirra tíma vísu talinn með betri jörðum.
Sjórinn var gjöfull og oft ekki langt til miða. Hrognkelsaveiði
var nokkur á vorin og lítilsháttar selveiði við Skreflusker, eða
Þjóðbjargarsker, eins og það hét til foma. Veiðiskapur í vatninu
var oft góður, að vísu ekki að vetrinum, því hér er aðeins um
göngusilung að ræða. Heyskaparjörð er Kaldbakur dágóð, að
vísu ekki miklar slægjur en vel nýtandi. Fjömbeit er oft góð
og hagasamt í landinu norður undir Spenann, ef hægt var að
koma fé þangað.
Áður fyrr var lending allgóð í Skreflunum rétt innan við Spen-
ann. Þar gerði út á tímabili Gísli hinn ríki Sigurðsson. Hafði
hann þar vanalega áttæring og fimm manna far og varð oft
61