Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 66
niður í fjöru, en það mun vera nálega hundrað metra leið. Ætla
mætti að við þetta hefði skepnan beðið skaða, jafnvel hlotið
limlestingu. Svo var þó ekki, Á hrossinu sá lítið sem ekki neitt.
Yfirsöngvar og bænir hins blessaða biskups, Guðmundar góða,
hafa hér sem víða annars staðar mátt sín nokkurs.
Þess er áður getið, að Kaldbaksbærinn stendur norðan víkur-
innar undir samnefndu fjalli, Kaldbaksfjalli. I snjóavetrum kemur
oft stórfenni og sezt í brúnirnar. Ognar þá snjóflóðahættan öllum,
sem undir fjallinu búa. Einn slíkan vetur hafði safnazt svo mikið
í brúnina beint upp af Kaldbaksbænum, að við því mátti búast
hvem dag, að hún félli og þá óvíst hverra örlaga var von.
Undir óvissu og ógn þessarar hengju bjó Kaldbaksfjölskvldan
lengi vetrar. — Einn gráan morgun heyrist svo dynurinn, og niður
milli fjárhúsa og bæjar féll skriðan allt út í sjó. Engan sakaði,
hvorki menn né málleysingja. Þannig hefur hollvættur byggðar-
innar jafnan vakað yfir, svo aldrei hefur til auðnar stefnt af völd-
um náttúruhamfara.
Ef til vill eru það bara gamlar og úreltar kenjar, en einhvern
veginn finnst mér dapurt til þess að hugsa að þessi fallega, skjól-
sæla vík skuh nú ekki lengur bændum byggð, enda þótt á sól-
björtum sumardögum sé þar leikvangur framandi manna.
S T A K A
Tönnin nagar, tungan hjalar,
treinist vandinn, fergir rós.
Fönnin bagar. Gungan galar.
Greinir andinn hvergi Ijós.
Björn frá Bæ.
64
ji