Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 71
Ofeigur í vetrar-
híði á efri árum.
tvær, fokkurá og stórseglsrá. Bæði seglin voru þversegl og sat
fokkan ofar. Þegar farið var í hákarlalegu eða lengri ferðir,
voru höfð eldfæri í skipinu og þeim þannig fyrir komið, að eld-
urinn var hafður í stórum potti með gati á botninum. Yfir
þessum eldi var svo soðin kjötsúpa eða annað það, sem þurfti
til fæðis skipverjum. En því var gatið haft í pottbotninn, að fá
þurfti trekk, svo að ekki kafnaði logi í eldstæðinu. Hér þurfti
að fara mjög varlega með, sérstaklega í viðarferðum vegna
íkveikjuhættu.
Ofeigur var byggður heima í Ofeigsfirði 1875. Eigandi skips-
ins var Guðmundur Pétursson bóndi þar, en yfirsmiður Jón
Jónsson. Guðmundur Pétursson smíðaði sjálfur allan saum og
jám, sem til skipsins þurfti, í smiðju sinni.
Fyrstu segl skipsins voru einnig unnin heima í Ofeigsfirði úr
íslenzkri ull, fóru í þau 100 álnir vaðmáls.
Nú er þetta happasæla veiðiskip varðveitt í byggðasafni
Strandamanna og Húnvetninga að Reykjaskóla í Hrútafirði,
sem virðulegur fulltrúi þess tíma, er sótt var til miða með
seglum og árum.
(Lýsing skipsins er tekin eftir frásögn Péturs Guðmundssonar
fyrram bónda í Ófeigsfirði.)
69