Strandapósturinn - 01.06.1967, Side 74
öngultauma. Þau þurfa að vera nokkrum mun sterkari en
grásleppunet. Möskvastærðin svarar til þess, að riðillinn sé Sþá
—6 þuml. breiður, en breidd netsins, eða dýpi svarar 8—10
möskvum við land, en 15—18 möskvum frá landi. Netið er
fellt á þinur á báða vegu, sem svarar ■/§, eða allt að helmingi.
Þinurinn var úr 2—3 pd. línu. Flár — þ.e. tréflár eru á efri þön,
eða korkar. Flámafnið er ekki haft nema um tréflár — korkamir
eru ekki kallaðir flár. A neðri þön em alllangar snærislykkjur
festar. Þeim lykkjum er bmgðið í kappmellu um steina ílanga,
valda hnullungssteina, og er þetta kallað að kljá netin. Netin
vora kljáð úti í bátinn áður en farið var af stað, bæði í skut og
barka, eftir þörfum yfir þóftumar, korkar í skut, steinar fyrir
framan öftustu þóftu, og eins í barka, ef með þurfti, yfir fremstu
þóftu. Þá vom bundnir nokkuð stórir steinar í sterkan kaðal
1—2 faðma langan, vora það kölluð landtog. Síðan bjuggu menn
sig út með nesti til ferðarinnar, vatn í kaffi og kaffiáhöld, ásamt
eldivið. Var svo lagt af stað, ef veðurútlit sýndist hagstætt. Væri
logn, var róið beint á skerin. Annars væri hann við hægláta
norðanátt, sem þótti bezt, var róið norður á fjörðinn og siglt svo.
Þegar nálgaðist skerin var farið hljóðlega, ef komið gæti fyrir,
að eitthvað af kópum lægi eftir uppi svo hægt væri að komast
að þeim og rota þá. Venjulega var það lítið, þegar hinir mörgu
selir vörpuðu sér í sjóinn samtímis. Kemur af því ærið busl
og hávaði, svo flestir vakna við, þó fast sé sofið. Utan af skerjun-
um, sem veit að norðanáttinni er aðdjúpt, og því aldrei lagt
þeim megin. Aftur er grannt inn af þeim, þó reyndar um nokkuð
misdýpi sé þar að ræða. Var nú hafður hraðinn á að koma
netunum í sjóinn. Vora tveir undir áram, en hinir að leggja.
Fyrst var landtogið hnýtt í netið og ýmist kastað upp á sker
eða svo nálægt sem þurfa þótti. Var þessu haldið áfram, þar til
öll netin vora komin í sjóinn.
Meðan veiði var góð gat oft gengið nokkur tími í það að koma
netunum niður. Alltaf voru selir að koma í á meðan, varð þá að
taka til baka og greiða úr. Gat komið fyrir að búið var að
innbyrða um 30 kópa, þegar öll netin voru komin í sjóinn.
Þegar það var búið, var farið með þeim öllum aftur, vitjað um —
72