Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 78
landsins að líta. Glampar þar á húsin í Kaldrananesi, ber mest
á kirkjunni, enda er hún leiðarmerki þeirra, sem inn fjörðinn
sigla. Þegar innar dregur rís Grímsey eins og drottning í
mynni Steingrímsfjarðar, há og tíguleg. Þá standa höfðarnir
þrír, Hvalsárhöfði, Ennishöfði og Víkurhöfði, sem verndar-
vættir hinna gróðursælu og hlýju byggða þar innfrá. Ennis-
höfði þeirra mestur, enda situr fyrir miðju öndvegi með hina sinn
til hvorrar handar. Er það ekki nema á svo ljósgjöfulum vor-
nóttum að lýst er í hið ófríða andlit hans. Fjarlægðin sléttar
úr öllum hrukkunum. Sést aðeins fyrir hinni hvössu brún, en
Stigaklettur hvílir eins og krakki við fótskör risans. Utar tekur
við Vatnsnesið og Skagastrandarfjöll, sem auka á öllum stundum
dags mest á tign og prýði útsýnisins austur yfir flóann. Hvort
sem þau skrýðast bláma fjarlægðarinnar eða glitskikkju sólar-
lagsins.
Þarna mætast andstæðumar. Fyrir fáum stundum var einskis
annars gætt en að verða sem mest ágengt í að svipta það ung-
viði lífi, er ekki virtist til annars fætt en að það gæti orðið
mönnunum að bráð. Svo kemur móðir lífsins í sínu fegursta
veldi og breiðir gullna friðarblæju yfir alla hina sýnilegu nátt-
úru. Getur það haft svo mildandi áhrif, jafnvel á siggskinna út-
skagakarla, að þeim finnist fátt um unnin drápsverk. En um
sólnætur finnur maður þetta allt betur en hægt er að segja frá.
76
1