Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 83

Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 83
Torfi og þeir félagar færa sig nær dýrunum, en hafa þó allan vara á að þau kunni að leggja til árásar. Þeir eru nú komn- ir í 15—20 metra færi við birnuna og um leið og hún teygir upp hausinn og urrar, hleypir Torfi af skotinu og dýrið liggur stein- dautt. Hafði honum í engu brugðizt skotfimin, enda vel til hleðslunnar vandað. Þeim kom nú til hugar að reyna að taka húnana lifandi, en hvort tveggja var, að þeir voru grimmir og fyrirferðamiklir og einnig hitt, að ekki voru líkur til að handa þeim yrði æti, svo að eldi þeirra gæti orðið viðunanlegt. Þeir voru því báðir skotnir Nú sendir Torfi þá bræður í land að sækja sleða og menn til að flytja veiðina, og það stóð sannarlega ekki á mannskap til að koma dýrunum heim að Asparvík. Einn þeirra manna, sem þarna kom að, var Oli Guðmunds- son frá Brúará. Hann var rammur að afli og gekk undir nafninu — Oli sterki —. Hann hjálpaði til að koma dýrunum á sleðann, og þurfti til þess nokkur átök, því birnan var afskaplega þung. Erfitt reyndist að draga sleðann eftir ósléttum ísnum, en allt gekk þetta þó vel og var komið heim að Asparvík seinni hluta dags með veiðina. Eftir að menn voru búnir að fá sér hressingu var tekið til að flá dýrin, en það mátti ekki bíða, því þetta var seinlegt verk. Því það þurfti að flá af þeim belg eins og þegar fleginn er refur, en allt gekk þetta mjög vel. Skrokkarnir voru síðan brytjaðir niður og kjötið gefið á marga bæi. Allt var þetta borðað og þótti sérstaklega gott af húnunum, en nýtt kjöt var sjaldgæft á borðum um þetta leyti árs. Vel má vera að lof það sem kjötið fékk hafi átt sinn þátt í því, að „svöngum þykir sætt það sem söddum finnst óætt“. Torfi og þeir Klúkubræður smíðuðu grindur til að þurrka skinnin og gekk það allt vel. Um vorið fóru þeir með feldina norður á Kúvíkur við Reykjarfjörð að hitta Jakob Thoraren- sen, er þá var kaupmaður þar, og selja honum feldina. Thorarensen var mjög duglegur maður, og er óhætt að segja, að hann var bjargvættur margra heimila á síðustu tugum 19. aldar, en þá voru erfiðleika og harðindaár, þar sem segja mátti að hafísinn væri árlegur gestur hér við Norðurland. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.