Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 85
EINAR GUÐMUNDSSON:
Það tognaði margur við árina í þá daga
Norður á Blönduósi er 73 ára gamall maður, Einar Guðmunds-
son.
Fyrir tveim árum sat hann heima hjá mér margt vetrarkvöld
og rakti mér nokkra minningaþræði liðinna æviára. Enda þótt
Einar sé fæddur Grindvíkingur og lifði þar fyrstu æviárin, var
hann um langt árabil búsettur í Steingrímsfirði, og hygg ég, að
þegar hann hvarf þaðan, þá hafi hann verið búinn að vinna sér
fyllsta þegnrétt á Ströndum. Hann hefur leyft mér að birta þessa
þætti, enda þeir eingöngu bundnir veru hans þar vestra. — Þ. M.
Það mun hafa verið haustið 1913 að ég réðist háseti til Bjöms
Halldórssonar bónda á Smáhömrum, en hann var á þeim árum
einn í hópi beztu bænda og mest virtu athafnamanna við Stein-
grímsfjörð. Björn gerði út tvo báta, sem hann átti sjálfur. Einnig
gerði Guðbrandur sonur hans út einn. Þessir bátar vom allir gerð-
ir út frá Smáhömrum eða róið úr Smáhamravog. Ungur maður,
Bjöm Halldórsson, Hávarðarsonar frá Isafirði var formaður á
öðrum báti nafna síns, en Steinþór Jónsson á hinum, og með
honum reri ég.
Þegar ég kom norður var kominn mokafli. Erfitt var með beitu-
öflun, því enda þótt nokkuð veiddist af síld í net, vom á því
mikil vandkvæði að geyma hana óskemmda, þar sem engin íshús
vom önnur en smákofar, sem menn áttu sjálfir.
Kynni mín af Steingrímsfirðingum almennt urðu ekki mikil
það haust. Gæftir voru góðar og stöðugt róið.
83