Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 91
Og vart má með orðum mitt álit tjá
á stórum og sterkum hundum,
ribbaldahundum, sem rœna
bitanum frá þeim, sem minnst sín má.
Það kemur við samvizku sannkristins manns
að sjá þessa rummunga mœna
stærstu beinin og bitana á.
Og rótgróið hatur hef ég fest
á litlum, lœvísum hundum,
slœgvitrum hundum, sem smjaðra
fyrir þeim, sem mega sin mest.
Eins gera mér löngum gramt í hug
geðlausir hundar, sem flaðra
með hundslegri tryggð upp um tiginn gest.
Og löngum hefi ég látið mér fátt
um illa innrœtta hunda,
rakka, sem rangindum beita
og lítilmagnana leika grátt,
óþverragarma, yfirgangsfól,
sem aflsmunar jafnan neyta,
og sperrtri rófunni dilla dátt.
Og guð veit að ekki geðjast mér
huglausir smalahundar,
þœgir hundar, sem hlýða
ef á saklausa kind þeim sigað er,
hundar sem glefsa í hœla manns,
og að húsbóndans fótum skríða
með lafándi skott mílli lappa sér.
89