Strandapósturinn - 01.06.1967, Side 96
sagað með bútunarsög af enda trésins til að fá hann réttan, svo
var mæld sú lengd, sem við átti hverju sinni og tréð bútað niður
í þær lengdir er átti að nota, því næst var tréð rákað, það var
fólgið í því, að höggvinn var flötur á tréð svo það lægi stöðugt á
sögunarpallinum.
Þá var að útbúa sögunarpallinn, oft voru notuð útihús þar
sem bitar lágu um þvert hús, trénu var rennt í gegnum gat á
gafli hússins inn á bitana og lagt á flötinn, sem áður var rák-
aður. Til hliðar við tréð voru lögð þykk borð eða plankar, á þeim
stóð sá maðurinn er uppi var er sagað var með stórviðarsög, og
varð hann að standa klofvega yfir tréð. Þar sem eigi voru bitar
í húsum til að vinna á, voru reistar trönur, á þær komu hliðar-
borð til að standa á við vinnuna en milli hliðarborðanna lágu
þvertré flöt, venjulega plankabútar, og á þeim hvíldi tréð, er átti
að saga. Stundum voru þessar trönur settar upp inni í húsi en
stundum úti og þá venjulega í skjóli við hús, þannig að nota mátti
veggi og þak hússins sem trönur öðru megin og einnig til að auð-
veldara væri að koma trénu í sögun. Þessi útbúnaður, hvort sem
var úti eða inni, var kallaður sögun. „Tré skal frá toppi saga, en
rótum rífa.“ Tré var alltaf sagað frá toppi og rót. Þegar tré
var komið í sögun, var næst að þræða það og baka, en það fór
þannig fram, að söguð voru hliðarborð utan af trénu, og voru það
kölluð bök. Nú var tréð venjulega mjórra í toppendann, og urðu
þá þessi hliðarbök þykkri í rótarendann, en tréð var orðið jafn-
þykkt í báða enda, er það hafði verið bakað. Til þess að saga
rétt var tréð þrætt, og til þess var venjulega notaður togþráður
bleyttur í sótlög. Var hann strengdur frá enda til enda á trénu,
síðan var tekið í miðjan þráðinn, honum lyft frá trénu og látinn
falla á tréð, og kom þá bein rák, er sögunarmennirnir fóru eftir
þegar þeir söguðu tréð. Þegar hliðarbökin voru farin af trénu,
var það lagt á sögunarflötinn og mælt út hvað borðin áttu að
vera þykk, því næst var tréð þrætt og sögun hófst. Þegar sagað
var, stóð annar sögunarmaðurinn uppi á bitunum og hélt báðum
höndum um skaftið á efri enda stórviðarsagarinnar, hinn sög-
unarmaðurinn var niðri á gólfi og hélt um skaftið á neðri enda
sagarinnar, og urðu þeir að vera alveg samtaka við hreyfingu sag-
94