Strandapósturinn - 01.06.1967, Side 97
Rekaviður dreginn á land.
arinnar og stjóma henni rétt. Það var mjög erfitt verk að saga
við með þessum hætti, en þó varð það mun léttara, ef tveir sam-
æfðir menn unnu verkið.
Vinnuaðferðir við sögun einkenndust af hagsýni og nýtni.
Sem dæmi má nefna að þegar sagað var efni í árar, var tréð
þrætt á ská þannig, að ef árablaðið var tekið frá toppi trésins,
kom hlummurinn frá rót, en á næsta borði kom árarblaðið frá rót
en hlummurinn frá toppi. Við þetta sparaðist bæði efni og vinna
við að fullvinna árarnar. Gamlir bátasmiðir höfðu ýmsar kredd-
ur við val á viði í báta og sem dæmi má nefna, að þeir tóku
nokkra spæni af trénu og settu í logandi eld, ef spænimir loguðu
jafnt og vel, var viðurinn nothæfur til bátasmíða, en ef snarkaði
í spónunum og neistar hrukku úr þeim við brunann, var efnið
ónothæft og var alls ekki notað. Við nánari athugun sést, að
þetta hafa verið vísindi en ekki kreddur, því feitur og sveigjan-
legur viður logar jafnt og vel, en eðlisþurr og feyskinn viður sindr-
ar og snarkar við bruna. Innviður í báta, svo sem rengur, bönd,
kollharðar, hnísur, stafnlok og stellingar, var unninn úr trjárótum,
rótin var söguð með handsög. Það var eins með að velja innvið
95