Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 101
Við ströndina.
Norðurhafsaldan hefur skolað á útskagafjörumar verið fólkinu
sem þar hefur lifað, oft við fábreytt og erfið kjör, uppspretta
margs konar nytja og lífslistar. Þeir sem voru búhagir þ.e. smiðir
góðir, unnu jafnan mikið af allskonar áhöldum, sem þeir svo
seldu eða létu í vöruskiptum til þeirra er með þurftu, og höfðu
rað á vöru eða gjaldi, sem hina skorti er smíðar höfðu með
höndum. Og eftir að skógar vom eyddir, en siglingar og timbur-
flutningar til landsins af skornum skammti, urðu rekarnir þeim
mun verðmætari og nauðsynlegir þjóðinni sem heild. Komu
bændur úr landsveitunum oft um langa vegu með marga
klyfjahesta og sóttu við til þeirra er áttu og guldu dýru verði
a þeirra tíma mælikvarða. Sumir þeir er reka áttu og þóttust
aflögufærir í veraldlegum efnum en miður andlega, gáfu nokk-
11 rn hluta þeirra fyrir sálu sinni, og eignuðust kirkjur og klaustur
a þann hátt nokkur rekaítök, auk þeirra er féllu í hlut þessara
stofnana með jörðum, er þær eignuðust. Em þessi rekaítök
kirkjunnar sums staðar ennþá talin gilda og hafa spunnizt þar
af deilur nokkrar milh einstöku aðila.
Þó að Ægir konungur annist flutninga á trjáviði þeim er á
99