Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 15
Séð til Hólmavíkur.
farinn frá Kleifum á Selströnd. Áður bjó Guðjón á Ljúfustöðum
í Kollafirði og hefur, sem alkunnugt er, löngum verið kenndur við
þann bæ.
Eg veit ekki hvenær hið fyrsta hús eða bækistöð kaupfélagsins
er reist á Hólmavík, en mjög trúlega hefur það verið nálægt alda-
mótunum, því að árið 1899 stofna Strandamenn, fyrir forgöngu
Guðjóns Guðlaugssonar, Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar, með
aðsetri á Hólmavík.
Guðjón bjó þá á Ljúfustöðum, en fyrr hafði hann verið mikill
ráðamaður og í stjóm verzlunarsamtaka Dalamanna, sem einnig
náðu yfir Strandir. Þau samtök munu eingöngu hafa verið pönt-
unarfélagsskapur, er þá um stundir hafði hvergi opna almenna
sölubúð árið um kring. Hygg ég, að svo hafi einnig verið á fyrstu
arum Verzlunarfélags Steingrímsfjarðar. Ef til vill hefur íbúðar-
°g verzlunarhús félagsins í því formi sem ég man eftir því, frá ár-
unum 1906—1911, ekki verið fullbyggt fyrr en um það leyti, er
félagið fór að starfrækja almenna sölubúð allt árið, og hús og
félagsskapur þá öðlast nafnið Söludeild í munni almennings. Ég
veit þó með fullri vissu, að hjá félaginu var starfandi pöntunar-
deild fram á árið 1912 og ef til vill eitthvað lengur, en sennilega
hefur hún lagzt niður á stríðsárunum fyrri 1914—18, vegna erfið-
13