Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 72
í framboði á móti honum, enda hafði höfuðandstæðingur hans,
Guðjón Guðlaugsson, verið kosinn á þing eins og fyrr segir.
Var Magnús Pétursson kosinn þingmaður kjördæmisins sem
sjálfkjörinn eða án verulegrar andstöðu næstu kjörtímabil, eða allt
til alþingiskosninganna 1923. En þá kemur í framboð á móti hon-
um Tryggvi Þórhallsson, ritstjóri Tímans og mikill áhrifamaður í
Framsóknarflokknum, sem nú er að verða fullskipulagður.
Kosningarnar fóru fram um miðjan september og var Tryggvi
Þórhallsson kosinn alþingismaður með nokkrum atkvæðamun.
Magnús Pétursson var þá fluttur til Reykjav., orðinn þar bæjar-
læknir og eftir þetta dró hann sig í hlé frá stjómmálum.
Við alþingiskosningamar 1927 vora í framboði Tryggvi Þór-
hallsson og Bjöm Magnússon símstj., þá búsettur á ísafirði. Kjör-
dagur var seint í júní og var Tryggvi endurkjörinn með miklum
atkvæðamun.
Arið 1931 var mjög viðburðaríkt í stjómmálum landsmanna.
Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra rauf Alþingi 14. apríl og
kom það mál af stað miklum hita og æsingum. Stjómarandstað-
an taldi þingrofið stjórnarskrárbrot og var kosningabaráttan hin
harðasta. Kosningar fóm fram 12. júlí. í framboði hér í Stranda-
sýslu vora Tryggvi Þórhallsson og Maggi Magnús Júlíusson læknir.
Tryggvi kom ekki norður, en á framboðsfundum mætti fyrir hann
Jömndur Brynjólfsson alþingismaður. Var Tryggvi kjörinn með
nokkmm atkvæðamun.
Þessi árin var suðrænt veðurfar í íslenzkum stjómmálum. Fyrír
alþingiskosningamar 1934 klofnaði Framsóknarflokkurinn. Tryggvi
Þórhallsson, er verið hafði annar forystumaður flokksins frá 1918,
vék úr honum ásamt fleiri framámönnum og stofnaði Bænda-
flokkinn. Vom því þrír frambjóðendur í Strandasýslu. Framsókn-
arflokkurinn bauð fram Hermann Jónasson lögreglustjóra í
Rykjavík, Bændaflokkurinn Tryggva Þórhallsson og Stjálfstæðis-
flokkurinn Krístján Guðlaugsson lögfræðing.
Þessar alþingiskosningar í Strandasýslu vöktu mesta athygli
og umtal alþjóðar. Urslit kosninganna urðu þau, að Hermann
Jónasson var kjörinn þingmaður með 395 atkvæðum, Tryggvi
hlaut 256 atkvæði og Kristján 244.
70