Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 54

Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 54
voru þau hey borin upp og tyrfð á sama hátt og í heygörðum áföstum við peningshús. Hey voru borin upp þannig. Þegar heytóttin var orðin veggja- full, var byrjað að hlaða upp heyið. „Veggseti“, hétu hliðar heys- ins, þær voru hlaðnar upp úr böggum þannig, að bagginn var leystur í heyinu og síðan tekinn í buskum og veggsetinn hlaðinn upp. Efsti hluti heysins ,,Kollurinn“, var ekki á miðju heyi, heldur miklu nær öðrum enda heysins og var það sá endi sem sneri að húsi. Frá kolli hallaði heyinu til beggja enda, einnig var heyið borið þannig, að það var hæst í miðju aftur úr og fram úr, var það kallaður „hryggur“, og þurfti mjög að vanda til að laga hann og hlaða, svo nægur halli væri út á veggsetana og allt vatn gæti runnið sem fljótast og bezt út af heyinu, ennfremur þurfti að ganga þannig frá, að heyið hryggbrotnaði ekki, en það gat komið fyrir, ef að hitnaði í því, þá seig heyið meira þar og þá kom lægð í hrygginn og gat þá vatn stöðvast þar og valdið leka og skemmd- um á heyinu. Frá hryggnum kom jafn halli allbrattur niður á veggsetann. Þegar búið var að gera upp heyið, voru hliðar þess og endar kembd með hrífu og tekið allt sem lauslegt var og venjulega voru hliðar og endar heysins eins og hefluð fjöl, ef snyrtimenni gengu frá þeim. A vorin var rist svokallað heyjatorf í blautum og seigum jarð- vegi, þetta torf var þurrkað yfir sumarið og var létt og auðvelt í meðförum, þegar hey var tyrft með því. Þegar svo næst var hirt í heyið, var torfið tekið af meðan bætt var í heyið, en svo sett á að hirðingu lokinni. Til að varna því að torf fyki af heyjum, var sett á þau „sig“. sem kallað var, það gengdi fleiru en einu hlutverki, það varnaði því að hey og torf fyki, það flýtti fyrir að hevið sigi og þéttist og það vamaði því að heyið kastaði sér, sem kallað var, en það var að það hallaðist á aðra hvora hliðina. Þetta sig var þannig útbúið, að sett voru löng tré beggja megin á heyið, en bönd höfð á milh þeirra þvert yfir heyið, sem héldu þeim uppi það hæfilega, að þau hvíldu á veggsetunum, einnig voru lagðir borðbútar eða rár undir böndin beggja megin á enda miðmætinganna, því næst var 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.